Skemmdarverk Skúli Helgason skrifar 6. júní 2012 06:00 Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar