Ekki þannig forseta Haukur Sigurðsson skrifar 1. júní 2012 06:00 Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar