Samhengi skuldanna Þórólfur Matthíasson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þórólfur Matthíasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð?
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar