Forseti og siðferði Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 19. maí 2012 06:00 Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun