Mikill áhugi á Facebook 19. maí 2012 13:00 New York í gær Alls skiptu 83,7 milljón hlutir í Facebook um hendur á fyrstu mínútu viðskipta með hluti í fyrirtækinu í gær.NordicPhotos/AFP Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira