Mikill áhugi á Facebook 19. maí 2012 13:00 New York í gær Alls skiptu 83,7 milljón hlutir í Facebook um hendur á fyrstu mínútu viðskipta með hluti í fyrirtækinu í gær.NordicPhotos/AFP Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira