Á stjórnarandstaðan bara að halda kjafti og vera sæt? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar