Til borgarfulltrúa Besta flokksins Davíð Roach Gunnarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. Mér datt ekki í hug að maður eins og Einar Örn Benidiktsson, sem ég hef séð rokka pakkfullan Nasa með Ghostigital þar sem svitinn lak af súlunum, myndi láta þetta óáreitt. Ég hugsaði með mér að Óttar Proppé, sem hefur komið fram þar ótal sinnum með Ham, Dr. Spock, Rassi og Diskóeyjunni, hlyti að gera sér grein fyrir mikilvægi staðarins fyrir íslenskt tónlistarlíf. Kalli baggalútur hefur einnig verið fastagestur á sviðinu í þessum frábæra og fallega tónleikasal. Ef Besti flokkurinn hefði ekki verið í borgarstjórn hefði ég ekki beðið þetta lengi með að stinga niður penna. En enginn af ykkur hefur hins vegar staðið undir væntingum mínum og lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins. Harpan er frábært tónleikahús en er engan veginn sambærileg við Nasa, hvorki þegar kemur að svitamettaðri rokk- og klúbbastemningu eða verði á leigu fyrir íslenska tónlistarmenn sem seint verða taldir ofaldir. Þetta ættuð þið að vita. Ég hef ekki nógu miklu þekkingu á lögum og reglum um deiliskipulag til að geta rætt það í þaula, en ef hægt var að koma í veg fyrir þessi áform fyrir þremur árum þá er það hægt núna. Hins vegar hef ég nógu sterkan siðferðisáttavita til að gera mér grein fyrir því að það sé í hæsta máta óeðlilegt að eigandi lóðarinnar fjármagni samkeppni og sitji jafnframt í dómnefnd sem á að ákvarða skipulag svæðisins. Þar mætast pólitíkin og verktakaveldið opinberlega í innilegu faðmlagi og er það til skammar. Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða eina elstu og fallegustu byggð borgarinnar sem ætti að vera skipulögð út frá fagurfræði og hagsmunum almennings, ekki verktaka. Þið sögðust ætla að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Hvað er skemmtilegt við risahótel sem gnæfir yfir Austurvelli? Hvernig getur það gert borgina skemmtilegri að loka einum vinsælasta tónleika- og samkomustað hennar og um leið skera í burtu hryggjarstykkið í Iceland Airwaves-hátíðinni? Fólk eins og ég kaus ykkur m.a. til að standa í vegi fyrir því að kúltúrlausir blýantsnagarar leyfi verktakaveldinu að valta yfir menningarverðmæti. Páll Óskar sagðist mundu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar þær mæta í niðurrifið. Það er mín einlæga von að þið stoppið þetta ferli áður en komið er á það stig. Að öðrum kosti þarf ég að verða mér úti um keðjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00 Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. Mér datt ekki í hug að maður eins og Einar Örn Benidiktsson, sem ég hef séð rokka pakkfullan Nasa með Ghostigital þar sem svitinn lak af súlunum, myndi láta þetta óáreitt. Ég hugsaði með mér að Óttar Proppé, sem hefur komið fram þar ótal sinnum með Ham, Dr. Spock, Rassi og Diskóeyjunni, hlyti að gera sér grein fyrir mikilvægi staðarins fyrir íslenskt tónlistarlíf. Kalli baggalútur hefur einnig verið fastagestur á sviðinu í þessum frábæra og fallega tónleikasal. Ef Besti flokkurinn hefði ekki verið í borgarstjórn hefði ég ekki beðið þetta lengi með að stinga niður penna. En enginn af ykkur hefur hins vegar staðið undir væntingum mínum og lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins. Harpan er frábært tónleikahús en er engan veginn sambærileg við Nasa, hvorki þegar kemur að svitamettaðri rokk- og klúbbastemningu eða verði á leigu fyrir íslenska tónlistarmenn sem seint verða taldir ofaldir. Þetta ættuð þið að vita. Ég hef ekki nógu miklu þekkingu á lögum og reglum um deiliskipulag til að geta rætt það í þaula, en ef hægt var að koma í veg fyrir þessi áform fyrir þremur árum þá er það hægt núna. Hins vegar hef ég nógu sterkan siðferðisáttavita til að gera mér grein fyrir því að það sé í hæsta máta óeðlilegt að eigandi lóðarinnar fjármagni samkeppni og sitji jafnframt í dómnefnd sem á að ákvarða skipulag svæðisins. Þar mætast pólitíkin og verktakaveldið opinberlega í innilegu faðmlagi og er það til skammar. Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða eina elstu og fallegustu byggð borgarinnar sem ætti að vera skipulögð út frá fagurfræði og hagsmunum almennings, ekki verktaka. Þið sögðust ætla að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Hvað er skemmtilegt við risahótel sem gnæfir yfir Austurvelli? Hvernig getur það gert borgina skemmtilegri að loka einum vinsælasta tónleika- og samkomustað hennar og um leið skera í burtu hryggjarstykkið í Iceland Airwaves-hátíðinni? Fólk eins og ég kaus ykkur m.a. til að standa í vegi fyrir því að kúltúrlausir blýantsnagarar leyfi verktakaveldinu að valta yfir menningarverðmæti. Páll Óskar sagðist mundu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar þær mæta í niðurrifið. Það er mín einlæga von að þið stoppið þetta ferli áður en komið er á það stig. Að öðrum kosti þarf ég að verða mér úti um keðjur.
Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00
Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar