Ólína, berðu í borðið! Lýður Árnason skrifar 15. maí 2012 06:00 Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar