Ólína, berðu í borðið! Lýður Árnason skrifar 15. maí 2012 06:00 Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun