Landsvæði borga ekki skatta Bolli Héðinsson skrifar 9. maí 2012 06:00 Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar