Innlent

Ákærður fyrir hrottalegt morð

Konan fannst látin í þessu húsi, þar sem Hlífar hafði búið. Fréttablaðið/anton
Konan fannst látin í þessu húsi, þar sem Hlífar hafði búið. Fréttablaðið/anton

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hlífari Vatnari Stefánssyni, 23 ára Hafnfirðingi sem varð fyrrverandi unnustu sinni að bana í húsi að Skúlaskeiði í Hafnarfirði í byrjun febrúar.



Hlífar kom sjálfur á lögreglustöðina í Hafnarfirði eftir morðið, í afar annarlegu ástandi, og átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Í kjölfarið fannst konan, sem var 35 ára, látin á heimili hans. Aðkoman var mjög ljót og ljóst að konunni höfðu verið veittir banvænir áverkar á hálsi með eggvopni.



Hlífar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan vegna almannahagsmuna. Hann hefur gengist við því að hafa veitt henni áverkana en hefur gert tilraunir til að útskýra verknaðinn.



Hlífar hefur um nokkurt skeið verið í óreglu og var vel þekktur hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Bráðabirgðaálit geðlækna er á þá leið að hann sé líklega sakhæfur, en endanlegs geðmats er þó enn beðið. Þá liggur krufningarskýrsla ekki heldur fyrir. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×