Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda Guðmundur Magnússon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 5. maí 2012 06:00 Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu. Staðan bitnar fyrst og fremst á tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa á þjónustu sérfræðilækna að halda. Þar er þyngst byrðin á langveikum og öldruðum, sem þurfa meira á heilbrigðisþjónustu að halda, þar með talið þjónustu sérfræðilækna, en allur almenningur í samfélaginu. Ástandið hefur í för með sér auknar álögur fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra og kemur sérstaklega illa við tekjulága aldraða, öryrkja og foreldra langveikra barna. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál. Sú tala hefur að öllum líkindum hækkað, en gjaldtaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu jókst umtalsvert í kjölfar bankahrunsins, sbr. könnun Hagdeildar ASÍ frá byrjun árs 2009. Einstaklingur með afsláttarkort borgar að fullu komu- og umsýslugjald. Þar sem þetta er viðbótargjald gefur það ekki rétt upp í afsláttarkort Sjúkratrygginga Íslands. Hér er því um að ræða hreint viðbótargjald sem sjúklingurinn einn ber kostnaðinn af. Sjúklingar sem reglulega leita til sérfræðilækna bera þá tugi þúsunda í viðbótargjald yfir lengra tímabil. Eitt af markmiðum laga um réttindi sjúklinga er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi. Óheimilt er að mismuna sjúklingum meðal annars á grundvelli efnahags. Þjónusta sérfræðilækna er einn nauðsynlegur þáttur í veitingu heilbrigðisþjónustu. Gjaldtaka fyrir hvers kyns heilbrigðisþjónustu á að fara eftir ákvæðum laga um sjúkratryggingar og ákvæðum sérlaga eftir því sem við á, og engu öðru. Minna má á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af Íslands hálfu fyrir réttum 5 árum (30. mars 2007) en í 25. gr. samningsins er kveðið á um að aðildarríkin skuli „…viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar. […] a) sjá fötluðu fólki fyrir heilsugæslu og heilbrigðisáætlunum, sem eru ókeypis eða á viðráðanlegu verði og eins að umfangi, gæðum og á sama stigi og gildir fyrir aðra einstaklinga…". Hver er staðan í samningaviðræðum Sjúkratrygginga Íslands og samninganefndar sérfræðilækna? Eru samningaviðræður í gangi á milli samninganefndanna eða er algjör biðstaða? ÖBÍ skorar á samningsaðila að sameinast í þeirri viðleitni að semja sín á milli þannig að öllum notendum þjónustu sérfræðilækna sé tryggt aðgengi að sérfræðiþjónustu án aukinnar kostnaðarhlutdeildar sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu. Staðan bitnar fyrst og fremst á tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa á þjónustu sérfræðilækna að halda. Þar er þyngst byrðin á langveikum og öldruðum, sem þurfa meira á heilbrigðisþjónustu að halda, þar með talið þjónustu sérfræðilækna, en allur almenningur í samfélaginu. Ástandið hefur í för með sér auknar álögur fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra og kemur sérstaklega illa við tekjulága aldraða, öryrkja og foreldra langveikra barna. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál. Sú tala hefur að öllum líkindum hækkað, en gjaldtaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu jókst umtalsvert í kjölfar bankahrunsins, sbr. könnun Hagdeildar ASÍ frá byrjun árs 2009. Einstaklingur með afsláttarkort borgar að fullu komu- og umsýslugjald. Þar sem þetta er viðbótargjald gefur það ekki rétt upp í afsláttarkort Sjúkratrygginga Íslands. Hér er því um að ræða hreint viðbótargjald sem sjúklingurinn einn ber kostnaðinn af. Sjúklingar sem reglulega leita til sérfræðilækna bera þá tugi þúsunda í viðbótargjald yfir lengra tímabil. Eitt af markmiðum laga um réttindi sjúklinga er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi. Óheimilt er að mismuna sjúklingum meðal annars á grundvelli efnahags. Þjónusta sérfræðilækna er einn nauðsynlegur þáttur í veitingu heilbrigðisþjónustu. Gjaldtaka fyrir hvers kyns heilbrigðisþjónustu á að fara eftir ákvæðum laga um sjúkratryggingar og ákvæðum sérlaga eftir því sem við á, og engu öðru. Minna má á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af Íslands hálfu fyrir réttum 5 árum (30. mars 2007) en í 25. gr. samningsins er kveðið á um að aðildarríkin skuli „…viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar. […] a) sjá fötluðu fólki fyrir heilsugæslu og heilbrigðisáætlunum, sem eru ókeypis eða á viðráðanlegu verði og eins að umfangi, gæðum og á sama stigi og gildir fyrir aðra einstaklinga…". Hver er staðan í samningaviðræðum Sjúkratrygginga Íslands og samninganefndar sérfræðilækna? Eru samningaviðræður í gangi á milli samninganefndanna eða er algjör biðstaða? ÖBÍ skorar á samningsaðila að sameinast í þeirri viðleitni að semja sín á milli þannig að öllum notendum þjónustu sérfræðilækna sé tryggt aðgengi að sérfræðiþjónustu án aukinnar kostnaðarhlutdeildar sjúklinga.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun