

Viðbrögð við verðbólgu
Viðbrögð SjálfstæðismannaSjálfstæðismenn kenna ríkisstjórninni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýring stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarnaverðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, einungis lítið eitt lægri en heildarverðbólga.
Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækkað jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur.
Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabankinn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðardrifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrifin ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera.
Viðbrögð ráðherraSteingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvandanum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum.
Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkunum til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á miklum vaxtahækkunum næstu misseri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans felist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólguspár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans.
Rétt viðbrögðÁ sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálstefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækkað hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum.
Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til annars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækkun verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur.
Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hagkerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hugarfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum andstæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis ágerast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar