Mikilvægt er að fá nýjan línuhraðal fyrir krabbameinsmeðferð á Landspítala 27. apríl 2012 06:00 Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun