Hauskúpu stolið frá Hörpu 26. apríl 2012 14:00 Saknar Freyju Harpa Einarsdóttir saknar hauskúpu gamallar hryssu sem faðir hennar átti. Hauskúpan hvarf af vinnustofu hennar í vikunni.fréttablaðið/anton „Þetta er hauskúpa af meri sem pabbi minn átti og var mér mjög kær. Hún hékk uppi á vegg á vinnustofunni minni og nú er hún horfin og ég hef ekki hugmynd um hvar hún er niðurkomin," segir fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir, sem varð fyrir því óláni í vikunni að hauskúpu í hennar eigu var stolið. Hauskúpan var af meri sem áður var í eigu föður Hörpu og löngu dauð. „Systir mín fann beinagrindina á jörðinni hans pabba fyrir tveimur árum og þá var búið að éta allt af henni þannig að beinin voru mjög hrein. Ég gróf þau upp í hittiðfyrra og raðaði saman fyrir sýningu sem ég hélt, en merin hafði þá verið dáin í mörg, mörg ár," útskýrir Harpa. Það var aðeins hauskúpan sem Harpa geymdi á vinnustofu sinni og grunar hana að merinni hafi líkað það illa þar sem töluverður draugagangur hafi ríkt í húsnæðinu undanfarið. „Beinagrindin er geymd annars staðar og það gæti verið að Freyja hafi verið ósátt við að höfuðið væri skilið frá búknum. Það var í það minnsta einhver draugagangur á vinnustofunni áður en hauskúpan hvarf og ég held að þeir sem tóku hana verði ekki ánægðir með krafsið og hneggið sem fylgir henni." Harpa vonar að hauskúpan komist í réttar hendur sem fyrst þar sem hana langar að sameina höfuð og búk merarinnar Freyju. „Ég vona að hauskúpan komist til skila og ef einhver veit hvar hún er niðurkomin má sá hinn sami hafa samband við mig í gegnum Facebook." - sm Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Þetta er hauskúpa af meri sem pabbi minn átti og var mér mjög kær. Hún hékk uppi á vegg á vinnustofunni minni og nú er hún horfin og ég hef ekki hugmynd um hvar hún er niðurkomin," segir fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir, sem varð fyrir því óláni í vikunni að hauskúpu í hennar eigu var stolið. Hauskúpan var af meri sem áður var í eigu föður Hörpu og löngu dauð. „Systir mín fann beinagrindina á jörðinni hans pabba fyrir tveimur árum og þá var búið að éta allt af henni þannig að beinin voru mjög hrein. Ég gróf þau upp í hittiðfyrra og raðaði saman fyrir sýningu sem ég hélt, en merin hafði þá verið dáin í mörg, mörg ár," útskýrir Harpa. Það var aðeins hauskúpan sem Harpa geymdi á vinnustofu sinni og grunar hana að merinni hafi líkað það illa þar sem töluverður draugagangur hafi ríkt í húsnæðinu undanfarið. „Beinagrindin er geymd annars staðar og það gæti verið að Freyja hafi verið ósátt við að höfuðið væri skilið frá búknum. Það var í það minnsta einhver draugagangur á vinnustofunni áður en hauskúpan hvarf og ég held að þeir sem tóku hana verði ekki ánægðir með krafsið og hneggið sem fylgir henni." Harpa vonar að hauskúpan komist í réttar hendur sem fyrst þar sem hana langar að sameina höfuð og búk merarinnar Freyju. „Ég vona að hauskúpan komist til skila og ef einhver veit hvar hún er niðurkomin má sá hinn sami hafa samband við mig í gegnum Facebook." - sm
Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira