Hetjur snúa bökum saman 26. apríl 2012 21:00 Stórmyndin The Avengers verður heimsfrumsýnd hér á landi annað kvöld. Myndin segir frá baráttu ofurhetja við illmennið Loka. The Avengers er sjötta kvikmyndin sem gerð hefur verið um ofurhetjur Marvel-teiknimyndasagnanna sem komu fyrst út árið 1963. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að illmennið Loki hyggst gera árás á jörðina og taka ofurhetjurnar hjá öryggisstofnuninni S.H.I.E.L.D. höndum saman í tilraun til að stöðva Loka. Joss Whedon, sem er þekktastur fyrir að hafa skapað Buffy the Vampire Slayer, leikstýrir og skrifar handritið að myndinni. Einvalalið leikara fer með hlutverk ofurhetjanna og má þar helst nefna Robert Downey Jr. sem fer með hlutverk Iron Man, Mark Ruffalo sem leikur hinn græna Hulk, Chris Hemsworth sem fer með hlutverk goðsins Þórs, Scarlett Johansson sem leikur Black Widow og loks Jeremy Renner í hlutverki Hawkeye. Þá fer Samuel L. Jackson með hlutverk Nick Fury, yfirmanns S.H.I.E.L.D. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að Whedon hafi tekist einstaklega vel til í persónusköpuninni og hæla bæði samtölum og tæknibrellum myndarinnar í hástert. Aðeins blaðamanni Boxoffice Magazine þykir myndin slök og líkir henni við Transformers 3. Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Stórmyndin The Avengers verður heimsfrumsýnd hér á landi annað kvöld. Myndin segir frá baráttu ofurhetja við illmennið Loka. The Avengers er sjötta kvikmyndin sem gerð hefur verið um ofurhetjur Marvel-teiknimyndasagnanna sem komu fyrst út árið 1963. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að illmennið Loki hyggst gera árás á jörðina og taka ofurhetjurnar hjá öryggisstofnuninni S.H.I.E.L.D. höndum saman í tilraun til að stöðva Loka. Joss Whedon, sem er þekktastur fyrir að hafa skapað Buffy the Vampire Slayer, leikstýrir og skrifar handritið að myndinni. Einvalalið leikara fer með hlutverk ofurhetjanna og má þar helst nefna Robert Downey Jr. sem fer með hlutverk Iron Man, Mark Ruffalo sem leikur hinn græna Hulk, Chris Hemsworth sem fer með hlutverk goðsins Þórs, Scarlett Johansson sem leikur Black Widow og loks Jeremy Renner í hlutverki Hawkeye. Þá fer Samuel L. Jackson með hlutverk Nick Fury, yfirmanns S.H.I.E.L.D. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að Whedon hafi tekist einstaklega vel til í persónusköpuninni og hæla bæði samtölum og tæknibrellum myndarinnar í hástert. Aðeins blaðamanni Boxoffice Magazine þykir myndin slök og líkir henni við Transformers 3.
Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira