Búinn að keyra hátt í 40 þúsund kílómetra í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. apríl 2012 06:00 Guðmundur leggur mikið á sig til þess að spila körfubolta í Þorlákshöfn. fréttablaðið/valli „Ég keyri nánast á hverjum einasta degi. Það hafa nokkrir spurt mig að því hvort ég sé geðveikur en það munar mikið um Suðurstrandarveginn," sagði Þórsarinn Guðmundur Jónsson sem lætur sig ekki muna um að keyra 150 kílómetra nær daglega á æfingar og í leiki. Ferðin aðra leið er 75 kílómetrar. Hann keyrir frá Njarðvík yfir í Þorlákshöfn og alla jafna getur hann keyrt Suðurstrandarveginn sem er talsvert styttra en að keyra í gegnum höfuðborgina. „Suðurstrandarvegurinn er fínn en ég er einn og hálfan tíma ef ég þarf að fara í gegnum Reykjavík. Ef ég kemst Suðurstrandarveginn dugar mér að leggja af stað klukkutíma fyrir æfingu og ég er kominn tímanlega. Sá akstur tekur um 50 mínútur." Faðir Guðmundar fór yfir það á dögunum hversu mikið sonurinn væri búinn að keyra í vetur og tölurnar eru nokkuð sláandi. „Þetta er eitthvað í kringum 40 þúsund kílómetrar. Það er dágóður slatti og ansi margir klukkutímar í bílnum. Ég gef mér alveg rúma fjóra tíma á dag sem snúast um æfinguna," sagði Guðmundur en er hann ekkert orðinn þreyttur á þessu? „Þegar ég ákvað að spila með Þorlákshöfn ákvað ég að sleppa allri neikvæðri hugsun um aksturinn. Ef ég væri alltaf að hugsa um það væri ég löngu búinn að gefast upp á þessu. Ég ákvað að taka þessu á jákvæðan hátt og nýta tímann í bílnum til þess að hugsa um lífið og tilveruna." Guðmundur segist eðlilega spila svolítið tónlist á leiðinni en hann á það líka til að gleyma sér í hugsunum sínum. „Ég hef stundum uppgötvað þegar ég er að verða kominn á leiðarenda að ég hef ekkert kveikt á útvarpinu. Þá er ég bara í hugsunum og spá í hlutunum. Það er mjög fínt. Það hjálpar líka til að það er búið að ganga vel. Skemmtilegir strákar í liðinu og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar. Það hefur komið mér á óvart hvað þetta er auðvelt. Auðveldara en ég átti von á." Leikmaðurinn knái þorir ekki að skjóta á hvað hann sé búinn að fara með í bensín í vetur en segir að Þór komi til móts við hann í þeim efnum enda bensíndropinn orðinn ansi dýr. Guðmundur er aðeins með eins árs samning við Þór og hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur áfram að keyra Suðurstrandarveginn næsta vetur. Í kvöld fer fram annar leikur Þórs og Grindavíkur í úrslitum Iceland Express-deildar karla. Þór tapaði fyrstu orrustunni og stefnir á hefndir í kvöld. „Við gerðum mörg mistök í fyrsta leiknum og varnarleikurinn okkar var óvenju slakur. Þeir skora ekki aftur rúmlega 90 stig gegn okkur." Dominos-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
„Ég keyri nánast á hverjum einasta degi. Það hafa nokkrir spurt mig að því hvort ég sé geðveikur en það munar mikið um Suðurstrandarveginn," sagði Þórsarinn Guðmundur Jónsson sem lætur sig ekki muna um að keyra 150 kílómetra nær daglega á æfingar og í leiki. Ferðin aðra leið er 75 kílómetrar. Hann keyrir frá Njarðvík yfir í Þorlákshöfn og alla jafna getur hann keyrt Suðurstrandarveginn sem er talsvert styttra en að keyra í gegnum höfuðborgina. „Suðurstrandarvegurinn er fínn en ég er einn og hálfan tíma ef ég þarf að fara í gegnum Reykjavík. Ef ég kemst Suðurstrandarveginn dugar mér að leggja af stað klukkutíma fyrir æfingu og ég er kominn tímanlega. Sá akstur tekur um 50 mínútur." Faðir Guðmundar fór yfir það á dögunum hversu mikið sonurinn væri búinn að keyra í vetur og tölurnar eru nokkuð sláandi. „Þetta er eitthvað í kringum 40 þúsund kílómetrar. Það er dágóður slatti og ansi margir klukkutímar í bílnum. Ég gef mér alveg rúma fjóra tíma á dag sem snúast um æfinguna," sagði Guðmundur en er hann ekkert orðinn þreyttur á þessu? „Þegar ég ákvað að spila með Þorlákshöfn ákvað ég að sleppa allri neikvæðri hugsun um aksturinn. Ef ég væri alltaf að hugsa um það væri ég löngu búinn að gefast upp á þessu. Ég ákvað að taka þessu á jákvæðan hátt og nýta tímann í bílnum til þess að hugsa um lífið og tilveruna." Guðmundur segist eðlilega spila svolítið tónlist á leiðinni en hann á það líka til að gleyma sér í hugsunum sínum. „Ég hef stundum uppgötvað þegar ég er að verða kominn á leiðarenda að ég hef ekkert kveikt á útvarpinu. Þá er ég bara í hugsunum og spá í hlutunum. Það er mjög fínt. Það hjálpar líka til að það er búið að ganga vel. Skemmtilegir strákar í liðinu og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar. Það hefur komið mér á óvart hvað þetta er auðvelt. Auðveldara en ég átti von á." Leikmaðurinn knái þorir ekki að skjóta á hvað hann sé búinn að fara með í bensín í vetur en segir að Þór komi til móts við hann í þeim efnum enda bensíndropinn orðinn ansi dýr. Guðmundur er aðeins með eins árs samning við Þór og hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur áfram að keyra Suðurstrandarveginn næsta vetur. Í kvöld fer fram annar leikur Þórs og Grindavíkur í úrslitum Iceland Express-deildar karla. Þór tapaði fyrstu orrustunni og stefnir á hefndir í kvöld. „Við gerðum mörg mistök í fyrsta leiknum og varnarleikurinn okkar var óvenju slakur. Þeir skora ekki aftur rúmlega 90 stig gegn okkur."
Dominos-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira