Bakkavör Group, móðurfélag rekstrarfélagsins Bakkavarar, mun breyta kröfum sínum á félagið í nýtt hlutafé á næstu dögum. Umbreytingin á sér stað rúmum tveimur árum fyrr en upphaflega var áætlað.
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir áttu að geta eignast allt að 25 prósent í félaginu sem þeir stofnuðu, ef tækist að greiða kröfuhöfum fyrir mitt ár 2014. Nú er ljóst að þeir munu tapa allri eign sinni í Bakkavör Group.
Stærstu eigendur félagsins eru Arion banki, skilanefnd Glitnis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Heildarfjárhæð skulda Bakkavar Group nam um 64 milljörðum króna við gerð nauðasamnings félagsins fyrir um tveimur árum.
Bakkavör Group endurfjármagnaði lán dótturfélaga sinna í byrjun síðasta árs með því að gefa út 350 milljónir punda, 71,5 milljarða króna, skuldabréfaflokk og fá sambankalán upp á 380 milljónir punda, 77,7 milljarða króna. Skuldabréfaflokkurinn er á gjalddaga í febrúar 2018 en sambankalánið um mitt ár 2014. - þsj
Bræðurnir munu tapa Bakkavör

Mest lesið

„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið
Viðskipti erlent

Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum
Viðskipti erlent

Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum
Viðskipti innlent

Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu
Viðskipti erlent

Northvolt í þrot
Viðskipti erlent

Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn
Viðskipti innlent

Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn
Viðskipti innlent

Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus
Viðskipti innlent

Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn
Viðskipti innlent

Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“
Viðskipti erlent