Viðskipti innlent

Vörusala Össurar jókst um 5%

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
Össur hagnaðist um 10 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi 1,3 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Til samanburðar nam hagnaður 8 milljónum dala á fyrsta ársfjórðungi 2011.

Í afkomutilkynningu kemur fram að vörusala fyrirtækisins hafi aukist um 5% á fjórðungnum, mælt í staðbundinni mynt.

„Söluvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var góður og í takt við áætlanir okkar fyrir árið í heild. Eins og á undanförnum ársfjórðungum þá uxu öll landsvæði og vörumarkaði, þar sem Evrópa sýndi sérstaklega góðan árangur," er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóri Össurar, í fréttatilkynningu vegna þessa.

Heildarsala Össurar nam 100 milljónum dala en var 97 milljónir á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Þá nam EBITDA 18 milljónum dala og stóð í stað á milli ára.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×