Lánað úr litlum forða Gylfi Magnússon skrifar 30. mars 2012 06:00 Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun