Framkvæmdir eða framkvæmdaleysi Sigþór Sigurðsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar