Útlendingar hafa áhuga á að kaupa TM 30. mars 2012 07:30 Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj Fréttir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj
Fréttir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun