Ofurfyrirsætan Elettra Wiedemann er stödd á landinu með pop-up veitingastað sinn Goodness. Fyrirsætan er andlit Lancome og sló Lancome á Íslandi upp kokteilboði á Icelandair Hotel Reykjavík Natura henni til heiðurs á fimmtudagskvöldið.
Nýjustu litir Lancome voru kynntir auk þess sem Elettra var með stuttan fyrirlestur þar sem hún sagði frá sjálfri sér og áhugaverðu lífi sínu.
Fjöldi fólks var saman kominn til að hlýða á fyrirsætuna og gæða sér á ljúffengum kokteilum og léttum veitingum sem Elettra hafði tekið saman.
- trs
Kokteilboð til heiðurs Elettru Wiedemann
