Perlan verði Náttúruperlan 24. mars 2012 15:00 "NáttúruPerlan“ Hæstbjóðendur í útboði Orkuveitunnar segjast vilja styrkja stöðu Perlunnar sem viðkomustað ferðamanna. Auka á möguleikana í útivist í Öskjuhlíð. Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta
Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira