Perlan verði Náttúruperlan 24. mars 2012 15:00 "NáttúruPerlan“ Hæstbjóðendur í útboði Orkuveitunnar segjast vilja styrkja stöðu Perlunnar sem viðkomustað ferðamanna. Auka á möguleikana í útivist í Öskjuhlíð. Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta
Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira