Perlan verði Náttúruperlan 24. mars 2012 15:00 "NáttúruPerlan“ Hæstbjóðendur í útboði Orkuveitunnar segjast vilja styrkja stöðu Perlunnar sem viðkomustað ferðamanna. Auka á möguleikana í útivist í Öskjuhlíð. Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta Fréttir Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta
Fréttir Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira