Ekki er ólíklegt að söngvari hljómsveitarinnar Maroon 5, Adam Levine, bætist við leikarahóp sjónvarpsþáttanna American Horror Story.
Levine sem þegar er leiðbeinandi í þáttunum The Voice hefur átt í viðræðum við framleiðendur spennuþáttanna American Horror Story. Levine mundi leika annan helming pars sem kallað er The Lovers af handritshöfundum þáttanna. Aðrir leikarar sem fara með hlutverk í hinum vinsælu þáttum eru Jessica Lange, Zachary Quinto, Sarah Paulson og Evan Peters.
Aðdáendur Levine ættu því að geta hlakkað til næsta sjónvarpsárs.
Til liðs við Hrollvekjuna

Mest lesið







Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp


Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf
