Athugasemdir við grein Marðar Árnasonar Jakob Björnsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu „Orkan er takmörkuð auðlind". Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar. Hann segir: „Orkan frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind". Þetta orðalag má auðveldlega skilja svo að orkan gangi til þurrðar eins og eldsneyti úr jörðu, kol, olía og jarðgas. Svo er ekki eins og allir vita, og líklega meinar Mörður það ekki heldur þótt hann komist svona óheppilega að orði. Samt herðir hann á þessu orðalagi með því að segja: „Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1955-69 – og erum þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg." Þetta er auðvitað fjarstæða. Orka frá Búrfellsvirkjun hefur ekkert minnkað, hvað þá að hún sé „búin". Orkulindir okkar eru varanlegar; ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu eins og orka úr eldsneyti. Eldsneyti endurnýjast ekki. Þetta á einnig við um jarðvarma. Því eru hins vegar takmörk sett hversu hratt við getum nýtt hann. Þau takmörk ráðast af því hversu hratt jarðvarminn berst með leiðslu frá dýpri lögum jarðar til vatnsberandi jarðlaga nálægt yfirborði. Það ræðst af jarðfræði hvers vinnslusvæðis. Einungis reynslan sker úr um það. Þessu er öðruvísi farið með vatnsaflsvirkjanir þar sem við getum mælt vatnsrennslið fyrirfram á yfirborði. Þetta er innbyggður ókostur við jarðvarmavirkjanir. Við getum ekki fyrirfram sagt til um möguleg vinnsluafköst þeirra. Höfundur segir: „Við þurfum að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi; stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum." Hér þarf höfundur að temja sér mannasiði í orðfæri. Þrátt fyrir allt er verðið til stóriðju ekki lægra en svo að virkjanir til hennar hafa gert mögulegt að lækka rafmagnsverð til almennings í Reykjavík um 34% að raunvirði á árabilinu 1996-2008. Hitt er svo mál fyrir sig að nær allur ávinningurinn hefur komið almennum notendum, fremur en Landsvirkjun, til góða. Það er pólitísk ákvörðun sem Landsvirkjun er skiljanlega ekki endilega alls kostar sátt við. Raforkuverðið til stóriðju ræðst á alþjóðavettvangi en ekki í einstökum löndum. Ísland hefur þann kost að þar er völ á mikilli ódýrri orku en þann ókost að vera langt frá álmörkuðum. Meðan næg orka úr eldsneyti er fáanleg á lágu verði nálægt álmörkuðum á Ísland erfitt með að fá hátt verð á raforku til áliðnaðar. Við munum varla endurnýja núverandi stóriðjusamninga með óbreyttu verði. Því veldur breytt verðlag raforku í heiminum sem afleiðing af óttanum við loftslagsbreytingar af gróðurhúsaáhrifum. En ávinningur þjóðarbúsins til þessa af raforkusölu til stóriðju er ótvíræður. Þegar vinnsla raforku úr eldsneyti á undir högg að sækja vegna óttans við gróðurhúsaáhrifin og von er á alls konar kostnaðaraukandi hömlum á slíkri vinnslu af þeim sökum í framtíðinni batnar samkeppnisstaða Íslands stórlega. Gott dæmi um þetta er að staðsetning verksmiðju Fjarðaráls á Reyðarfirði fremur en í kolaorkulandi sparar andrúmslofti jarðar meiri koltvísýring en nemur allri losun Íslendinga á CO2 frá bílum og skipum á árinu 2006. Í heimi sem óttast gróðurhúsaáhrif hefur þetta áhrif á orkuverðið Íslandi í hag sem vegur á móti óhagræði af legu landsins langt frá álmörkuðum. Og meira en það. Við þetta bætist ótti álframleiðenda við frekari kostnaðaríþyngjandi ráðstafanir í framtíðinni á vinnslu raforku úr eldsneyti. Sá ótti auðveldar Íslendingum enn frekar viðleitnina til að fá hærra raforkuverð til álvinnslu og raforkufreka notendur til landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Orkan er takmörkuð auðlind Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. 17. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu „Orkan er takmörkuð auðlind". Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar. Hann segir: „Orkan frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind". Þetta orðalag má auðveldlega skilja svo að orkan gangi til þurrðar eins og eldsneyti úr jörðu, kol, olía og jarðgas. Svo er ekki eins og allir vita, og líklega meinar Mörður það ekki heldur þótt hann komist svona óheppilega að orði. Samt herðir hann á þessu orðalagi með því að segja: „Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1955-69 – og erum þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg." Þetta er auðvitað fjarstæða. Orka frá Búrfellsvirkjun hefur ekkert minnkað, hvað þá að hún sé „búin". Orkulindir okkar eru varanlegar; ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu eins og orka úr eldsneyti. Eldsneyti endurnýjast ekki. Þetta á einnig við um jarðvarma. Því eru hins vegar takmörk sett hversu hratt við getum nýtt hann. Þau takmörk ráðast af því hversu hratt jarðvarminn berst með leiðslu frá dýpri lögum jarðar til vatnsberandi jarðlaga nálægt yfirborði. Það ræðst af jarðfræði hvers vinnslusvæðis. Einungis reynslan sker úr um það. Þessu er öðruvísi farið með vatnsaflsvirkjanir þar sem við getum mælt vatnsrennslið fyrirfram á yfirborði. Þetta er innbyggður ókostur við jarðvarmavirkjanir. Við getum ekki fyrirfram sagt til um möguleg vinnsluafköst þeirra. Höfundur segir: „Við þurfum að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi; stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum." Hér þarf höfundur að temja sér mannasiði í orðfæri. Þrátt fyrir allt er verðið til stóriðju ekki lægra en svo að virkjanir til hennar hafa gert mögulegt að lækka rafmagnsverð til almennings í Reykjavík um 34% að raunvirði á árabilinu 1996-2008. Hitt er svo mál fyrir sig að nær allur ávinningurinn hefur komið almennum notendum, fremur en Landsvirkjun, til góða. Það er pólitísk ákvörðun sem Landsvirkjun er skiljanlega ekki endilega alls kostar sátt við. Raforkuverðið til stóriðju ræðst á alþjóðavettvangi en ekki í einstökum löndum. Ísland hefur þann kost að þar er völ á mikilli ódýrri orku en þann ókost að vera langt frá álmörkuðum. Meðan næg orka úr eldsneyti er fáanleg á lágu verði nálægt álmörkuðum á Ísland erfitt með að fá hátt verð á raforku til áliðnaðar. Við munum varla endurnýja núverandi stóriðjusamninga með óbreyttu verði. Því veldur breytt verðlag raforku í heiminum sem afleiðing af óttanum við loftslagsbreytingar af gróðurhúsaáhrifum. En ávinningur þjóðarbúsins til þessa af raforkusölu til stóriðju er ótvíræður. Þegar vinnsla raforku úr eldsneyti á undir högg að sækja vegna óttans við gróðurhúsaáhrifin og von er á alls konar kostnaðaraukandi hömlum á slíkri vinnslu af þeim sökum í framtíðinni batnar samkeppnisstaða Íslands stórlega. Gott dæmi um þetta er að staðsetning verksmiðju Fjarðaráls á Reyðarfirði fremur en í kolaorkulandi sparar andrúmslofti jarðar meiri koltvísýring en nemur allri losun Íslendinga á CO2 frá bílum og skipum á árinu 2006. Í heimi sem óttast gróðurhúsaáhrif hefur þetta áhrif á orkuverðið Íslandi í hag sem vegur á móti óhagræði af legu landsins langt frá álmörkuðum. Og meira en það. Við þetta bætist ótti álframleiðenda við frekari kostnaðaríþyngjandi ráðstafanir í framtíðinni á vinnslu raforku úr eldsneyti. Sá ótti auðveldar Íslendingum enn frekar viðleitnina til að fá hærra raforkuverð til álvinnslu og raforkufreka notendur til landsins.
Orkan er takmörkuð auðlind Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. 17. febrúar 2012 06:00
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun