Fæðuöryggi, mannfjölgun og loftslagsbreytingar Ann-Kristine Johansson og Jan-Erik Enestam skrifar 22. mars 2012 06:00 Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir þremur milljörðum fleiri en nú. Það þarf því að afla fæðu fyrir fleira fólk en samtímis má búast við hraðfara breytingum á loftslagi og skertum aðgangi að fersku vatni. Síðustu ár hefur borið á verðhækkunum á matvælum vegna vaxandi eftirspurnar. Það veldur þrýstingi á framleiðendur og getur ógnað sjálfbærum veiðum og landbúnaði. Landbúnaðarframleiðsla getur valdið ofauðgun í vötnum og í hafi, jarðvegseyðingu, minni líffjölbreytni og öðrum skaða á umhverfinu. Það er víðtæk samstaða um að landbúnaður geti og eigi að vera sjálfbær. Það má ekki gleymast að hann getur stuðlað að breytileika landslags og lífríkis ef rétt er á málum haldið. Við teljum að fæðuframleiðslan sé á réttri leið hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal. Undanfarin ár hefur áhugi vaxið á staðbundinni matvælaframleiðslu sem byggir á sögulegum hefðum og náttúrugæðum á hverjum stað. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur einnig haft umtalsverð jákvæð áhrif á framleiðslu bænda. Það er óhætt að segja að margar og ólíkar kröfur séu gerðar til matvælaframleiðenda. Þess er vænst að á hverju svæði séu staðbundnir landkostir nýttir til að tryggja fæðu fyrir 25 milljónir íbúa Norðurlanda. Matvælaverð á að vera sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir neytendur. Maturinn á að vera hollur og næringarríkur. Framleiðslan á að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg og í takt við menningu hvers svæðis. Þá þarf að mæta eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri fæðu og staðbundnum matvælum. Svo takast megi að ná þessum margbreytilegu markmiðum er þörf fyrir skynsamlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og duglega framleiðendur sem geta aðlagast breyttum aðstæðum. Það verður einnig að nýta skynsamlega það opinbera fjármagn sem fer til landbúnaðarins til að framleiðsla bæði í fiskveiðum og landbúnaði verði sjálfbær. Evrópusambandið hefur til umfjöllunar tillögur um endurskoðun landbúnaðarstyrkjakerfisins. Það er ríkur vilji til þess að styrkir til landbúnaðar stuðli að því að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að þeir séu einfaldlega tekjubót fyrir bændur. Sama á við um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þessar umbætur gætu stuðlað að grænum hagvexti. Fæðuöryggi felst ekki einungis í því að framleiða meira. Það felst einnig í því að nýta vel það sem er framleitt. Útreikningar benda til þess að árlega fari matvæli að andvirði 30 milljarða danskra króna til spillis á Norðurlöndum. Það þýðir að á bilinu tvær til þrjár milljónir tonna af góðum mat fara í súginn á hverju ári. Þetta er talsvert meira en samanlagður afli íslenska flotans og meira en árleg svínakjötsframleiðsla Dana. Þessi sóun veldur óþörfum umhverfisáhrifum og kemur engum að gangi. Þessu þarf að breyta. Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif. Í Suður-Evrópu má búast við því að framleiðsluskilyrði verði erfiðari. Norðar í álfunni gætu ræktunarskilyrði á hinn bóginn batnað við hlýnun. Bætt framleiðsluskilyrði koma ekki að gagni nema framleiðsluaðferðir verði lagaðar að nýjum aðstæðum. Ef það tekst gætu Norðurlönd haft ríkara hlutverki að gegna sem matvælaframleiðendur. Það er því mikilvægt að landgæðin verði nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Norðurlönd hafa hlutverki að gegna við að tryggja alþjóðlegt fæðuöryggi. Norrænu ríkin búa saman að margskonar reynslu sem getur komið að gagni við þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að gera á fiskveiði- og landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Norðurlandaráð hefur komið fjölmörgum ábendingum á framfæri til Evrópusambandsins í þeim umræðum sem nú eiga sér stað um nýja fiskveiðistefnu. Norðurlandaráð hefur einnig blandað sér í umræður um umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Það er hlutverk Norðurlandaráðs að taka saman þá reynslu sem einstök ríki búa yfir og ræða hvernig megi nýta hana og þróa nýjar hugmyndir sem gætu komið að gagni víðar á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og jafnvel í víðara alþjóðlegu samhengi. Fundur okkar hér á Íslandi er liður í þessu starfi. Í þessu samhengi fögnum við því að fá tækifæri til að ræða fæðuöryggi við íslensk stjórnvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir þremur milljörðum fleiri en nú. Það þarf því að afla fæðu fyrir fleira fólk en samtímis má búast við hraðfara breytingum á loftslagi og skertum aðgangi að fersku vatni. Síðustu ár hefur borið á verðhækkunum á matvælum vegna vaxandi eftirspurnar. Það veldur þrýstingi á framleiðendur og getur ógnað sjálfbærum veiðum og landbúnaði. Landbúnaðarframleiðsla getur valdið ofauðgun í vötnum og í hafi, jarðvegseyðingu, minni líffjölbreytni og öðrum skaða á umhverfinu. Það er víðtæk samstaða um að landbúnaður geti og eigi að vera sjálfbær. Það má ekki gleymast að hann getur stuðlað að breytileika landslags og lífríkis ef rétt er á málum haldið. Við teljum að fæðuframleiðslan sé á réttri leið hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal. Undanfarin ár hefur áhugi vaxið á staðbundinni matvælaframleiðslu sem byggir á sögulegum hefðum og náttúrugæðum á hverjum stað. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur einnig haft umtalsverð jákvæð áhrif á framleiðslu bænda. Það er óhætt að segja að margar og ólíkar kröfur séu gerðar til matvælaframleiðenda. Þess er vænst að á hverju svæði séu staðbundnir landkostir nýttir til að tryggja fæðu fyrir 25 milljónir íbúa Norðurlanda. Matvælaverð á að vera sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir neytendur. Maturinn á að vera hollur og næringarríkur. Framleiðslan á að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg og í takt við menningu hvers svæðis. Þá þarf að mæta eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri fæðu og staðbundnum matvælum. Svo takast megi að ná þessum margbreytilegu markmiðum er þörf fyrir skynsamlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og duglega framleiðendur sem geta aðlagast breyttum aðstæðum. Það verður einnig að nýta skynsamlega það opinbera fjármagn sem fer til landbúnaðarins til að framleiðsla bæði í fiskveiðum og landbúnaði verði sjálfbær. Evrópusambandið hefur til umfjöllunar tillögur um endurskoðun landbúnaðarstyrkjakerfisins. Það er ríkur vilji til þess að styrkir til landbúnaðar stuðli að því að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að þeir séu einfaldlega tekjubót fyrir bændur. Sama á við um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þessar umbætur gætu stuðlað að grænum hagvexti. Fæðuöryggi felst ekki einungis í því að framleiða meira. Það felst einnig í því að nýta vel það sem er framleitt. Útreikningar benda til þess að árlega fari matvæli að andvirði 30 milljarða danskra króna til spillis á Norðurlöndum. Það þýðir að á bilinu tvær til þrjár milljónir tonna af góðum mat fara í súginn á hverju ári. Þetta er talsvert meira en samanlagður afli íslenska flotans og meira en árleg svínakjötsframleiðsla Dana. Þessi sóun veldur óþörfum umhverfisáhrifum og kemur engum að gangi. Þessu þarf að breyta. Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif. Í Suður-Evrópu má búast við því að framleiðsluskilyrði verði erfiðari. Norðar í álfunni gætu ræktunarskilyrði á hinn bóginn batnað við hlýnun. Bætt framleiðsluskilyrði koma ekki að gagni nema framleiðsluaðferðir verði lagaðar að nýjum aðstæðum. Ef það tekst gætu Norðurlönd haft ríkara hlutverki að gegna sem matvælaframleiðendur. Það er því mikilvægt að landgæðin verði nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Norðurlönd hafa hlutverki að gegna við að tryggja alþjóðlegt fæðuöryggi. Norrænu ríkin búa saman að margskonar reynslu sem getur komið að gagni við þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að gera á fiskveiði- og landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Norðurlandaráð hefur komið fjölmörgum ábendingum á framfæri til Evrópusambandsins í þeim umræðum sem nú eiga sér stað um nýja fiskveiðistefnu. Norðurlandaráð hefur einnig blandað sér í umræður um umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Það er hlutverk Norðurlandaráðs að taka saman þá reynslu sem einstök ríki búa yfir og ræða hvernig megi nýta hana og þróa nýjar hugmyndir sem gætu komið að gagni víðar á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og jafnvel í víðara alþjóðlegu samhengi. Fundur okkar hér á Íslandi er liður í þessu starfi. Í þessu samhengi fögnum við því að fá tækifæri til að ræða fæðuöryggi við íslensk stjórnvöld.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun