Textinn við lagið Facebook Uh, Oh, Oh, framlag San Marínó til Eurovision-söngvakeppninnar í ár, stenst ekki reglur keppninnar.
Eins og heiti lagsins gefur til kynna fjallar það um samskiptavefinn Facebook og minnist til dæmis á nafn vefsins ellefu sinnum, auk þess sem litirnir blár og hvítur eru ríkjandi í myndbandinu.
Aðstandendum keppninnar þótti lagið auglýsa samskiptavefinn of mikið og hafa því dæmt textann ólöglegan á grundvelli reglna númer 1.2.2.g, þar sem segir að bannað sé að vera með nokkurs konar auglýsingar í textum. Valentina Monetta, flytjandi lagsins, og félagar hennar frá San Marínó hafa tíma til hádegis næstkomandi föstudag til að skila inn nýjum texta ef þau vilja vera með í keppninni.
Þegar nýr texti San Marínó liggur fyrir eru öll lög og allir flytjendur komnir á hreint fyrir keppnina í Bakú í lok maí.- trs
Ólöglegt Eurovision-lag
Mest lesið



Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp



Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp




Gærurnar verða að hátísku
Tíska og hönnun