Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2012 07:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Stefán „Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Sigurður Ragnar segir lykilatriði að félögin og þjálfarar séu meðvituð um vandamálið. Meiru máli skipti að sýna öllum leikmönnum athygli enda sé engin leið að vita hvaða börn muni skara fram úr síðar meir. Hann nefnir knattspyrnukempurnar Eyjólf Sverrisson, Hermann Hreiðarsson og Tryggva Guðmundsson sér til stuðnings. „Alfreð Finnbogason var líka varamaður í 3. flokki og framan af 2. flokki. Ástæðan var að þjálfaranum fannst hann of lítill. Hann var síðar valinn efnilegastur og bestur í efstu deild, komst í atvinnumennsku og er í A-landsliðinu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á því að líkamsþroski barna jafnist út þegar leikmenn verða eldri. Þá skipti meiru máli að vera með góða tækni, sendingargetu, leikskilning og rétt hugarfar. Oftar en ekki skari leikmenn fæddir síðar á árinu fram á þessu sviði þar sem þeir hafa þurft þess til í samkeppni við líkamlega sterkari og fljótari leikmenn fæddir fyrr á árinu. Hann bendir á að fæðingardagsáhrifin séu alls ekki bundin við íþróttir heldur sé þau einnig að finna í skólakerfinu. „Börn fædd seint á árinu eru líklegri til þess að vera með lægri meðaleinkunn, þurfa sérkennslu, hafa lægra sjálfsmat og sjálfstraust auk þess sem þau leggja síður stund á íþróttir," segir Sigurður Ragnar meðvitaður um mikilvægi þess að börn haldist sem lengst í íþróttum. „Ef pressan á þjálfaranum er minni að vinna titla í stað þess að þróa leikmanninn áfram verður minna um fæðingardagsáhrif. Ef úrslitin eru ekki aðalatriðið dreifist spiltíminn og athygli þjálfarans betur og eftir stendur breiðari leikmannahópur vegna minna brottfalls." kolbeinntumi@365.is Íslenski boltinn Tengdar fréttir Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
„Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Sigurður Ragnar segir lykilatriði að félögin og þjálfarar séu meðvituð um vandamálið. Meiru máli skipti að sýna öllum leikmönnum athygli enda sé engin leið að vita hvaða börn muni skara fram úr síðar meir. Hann nefnir knattspyrnukempurnar Eyjólf Sverrisson, Hermann Hreiðarsson og Tryggva Guðmundsson sér til stuðnings. „Alfreð Finnbogason var líka varamaður í 3. flokki og framan af 2. flokki. Ástæðan var að þjálfaranum fannst hann of lítill. Hann var síðar valinn efnilegastur og bestur í efstu deild, komst í atvinnumennsku og er í A-landsliðinu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á því að líkamsþroski barna jafnist út þegar leikmenn verða eldri. Þá skipti meiru máli að vera með góða tækni, sendingargetu, leikskilning og rétt hugarfar. Oftar en ekki skari leikmenn fæddir síðar á árinu fram á þessu sviði þar sem þeir hafa þurft þess til í samkeppni við líkamlega sterkari og fljótari leikmenn fæddir fyrr á árinu. Hann bendir á að fæðingardagsáhrifin séu alls ekki bundin við íþróttir heldur sé þau einnig að finna í skólakerfinu. „Börn fædd seint á árinu eru líklegri til þess að vera með lægri meðaleinkunn, þurfa sérkennslu, hafa lægra sjálfsmat og sjálfstraust auk þess sem þau leggja síður stund á íþróttir," segir Sigurður Ragnar meðvitaður um mikilvægi þess að börn haldist sem lengst í íþróttum. „Ef pressan á þjálfaranum er minni að vinna titla í stað þess að þróa leikmanninn áfram verður minna um fæðingardagsáhrif. Ef úrslitin eru ekki aðalatriðið dreifist spiltíminn og athygli þjálfarans betur og eftir stendur breiðari leikmannahópur vegna minna brottfalls." kolbeinntumi@365.is
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00