Bankastjórar í mjög djúpri afneitun 14. mars 2012 06:00 Tryggvi Pálsson var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans fyrir hrun. Hann sagði að stærstu eigendur bankanna, sem líka voru í lausafjárvanda, hefðu verið "eins og gauksungi, heimtuðu sitt“. fréttablaðið/GVA Seðlabanki Íslands gaf ekki út heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið vorið 2008 heldur varaði við án þess að valda sjálfur fjármálaáfalli. Neyðarlögin skiluðu góðri niðurstöðu og það eina sem frekari undirbúningur hefði skilað væru mögulega betri endurheimtur fyrir kröfuhafa bankanna. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir Tryggva Pálssyni fyrir Landsdómi í gær. Tryggvi Pálsson var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands á því tímabili sem ákæran á Geir H. Haarde snýr að. Hann var einnig ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika og ritaði hinar umdeildu fundargerðir sem eru að miklu leyti undirstaðan í málatilbúnaðinum gegn Geir. Tryggvi stýrði auk þess viðbúnaðarstarfi Seðlabankans. Vitnaleiðslur yfir honum snerust því að miklu leyti um þann viðbúnað sem var fyrir hendi innan íslenska kerfisins í aðdraganda bankahrunsins. Tryggvi hóf vitnisburð sinn á því að telja upp ýmis skjöl og greiningar sem unnar höfðu verið innan Seðlabankans í aðdraganda hrunsins þar sem aðsteðjandi hætta var metin. Á meðal þeirra var skjal sem hann skrifaði í nóvember 2007 og heitir „Er íslenska fjármálakerfinu meiri hætta búin nú en var 2005/2006?“. Niðurstaða Tryggva var sú að svo væri. Auk þess skipaði Tryggvi sérstakan krísuhóp innan Seðlabankans sem síðar starfaði fram að fjármálaáfallinu í október 2008. Þetta taldi Tryggvi meðal annars til marks um að mikið hefði verið unnið að viðlagaáætlun í aðdraganda þess. 140 sinnum Northern RockTryggvi sagði að á vissan hátt væru grunnatriði í viðlagaáætlun fjármálakerfis þau sömu og í náttúruhamfaramálum. Vinnan við hana hefði ekki snúist um að vinna eitt skjal sem grípa ætti til ef í óefni horfði, heldur að gera alla tilbúna til að takast á við aðstæður sem gætu komið upp. Að mati Tryggva tókst Seðlabankanum að undirbúa sig mjög vel „þó að ýmsir hafi viljað taka þá skrautfjöður af okkur“. Sum vitni sem hafa komið fyrir Landsdóm, meðal annars Tryggvi Þór Herbertsson, hafa gagnrýnt að Seðlabankinn hafi ekki gert sér grein fyrir þeim smitáhrifum sem fall eins banka myndi hafa á allt kerfið. Tryggvi hafnaði þessu og sagði alla stóru bankanna þrjá hafa verið greinda sem kerfislega mikilvæga. Til samanburðar hefði til dæmis Northern Rock, breskur banki sem féll fyrr á árinu 2008, ekki verið talinn kerfislega mikilvægur þar í landi en samt valdið gríðarlegum usla. „Þegar áfallið verður hér, þá er það sambærilegt við 140 Northern Rock banka í kerfislegri áhættu,“ sagði Tryggvi. Þá hafi allir erlendir aðilar litið á íslensku bankana sem eina heild. Því hafi alltaf verið gengið út frá því að ef einn lenti í vandræðum þá myndi það smita yfir á alla. Djúp afneitunSpurður um hvort aðgerðir stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins hefðu verið fullnægjandi sagði Tryggvi að vissulega hefði mátt skipuleggja þær betur. Erfitt væri hins vegar að segja til um hvort það hefði breytt einhverju öðru, en að hugsanlega hefði tap kröfuhafanna orðið aðeins minna. „Fyrrverandi bankastjórar sem halda því fram að þeir hafi getað lifað þetta áfall af, jafnvel fjórum árum síðar, eru í mjög djúpri afneitun,“ sagði Tryggvi. Hann lýsti því yfir í vitnastúku að honum fyndist neyðarlagasetningin hafa tekist vel og að hún hefði skilað farsælli niðurstöðu miðað við þær aðstæður sem voru uppi. Vildu ekki valda áfalliTryggvi mótmælti þeirri gagnrýni sem fram hafði komið hjá fjölda vitna undanfarna daga að skýrsla Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem birt hefði verið í maí 2008, hafi verið nokkurs konar heilbrigðisvottorð fyrir íslensku bankana. Í henni hafi meðal annars verið að finna setningu um að „ríkjandi aðstæður reyna á viðnámsþol bankana,“ og töflu yfir helstu áhættuþætti sem steðjuðu að þeim. Bankinn hafi í raun gengið eins langt og hann gat í að lýsa stöðunni án þess að „við myndum að eigin frumkvæði valda fjármálaáfalli“. Tryggvi rökstuddi þessa fullyrðingu með því að ef Seðlabankinn hefði sagt opinberlega að bankakerfið væri í verulegum vanda statt þá hefðu allar lánalínur lokast samstundis og allt farið á hliðina í kjölfarið. Eins og gauksungiLíkt og önnur vitni var Tryggvi spurður út í tilraunir bankanna til að selja eignir, flytja úr landi eða afla lausafjár á árinu 2008. Hann sagði Seðlabankann hafa fylgst vel með þessum tilraunum, bæði með upplýsingum frá bönkunum sjálfum en eins frá erlendum aðilum. Allar þessar tilraunir hefðu verið kortlagðar innan Seðlabankans. Hann benti einnig á möguleikann á því að þeir peningar sem hægt hefði verið að leysa innan bankanna yrðu ekki notaðir til að auka lausafjárstöðu þeirra, heldur hefðu getað „farið út um bakdyrnar“ til stærstu eigenda bankanna sem voru líka í lausafjárvanda. „Þeir, eins og gauksungi, heimtuðu sitt,“ sagði Tryggvi. Landsdómur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Seðlabanki Íslands gaf ekki út heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið vorið 2008 heldur varaði við án þess að valda sjálfur fjármálaáfalli. Neyðarlögin skiluðu góðri niðurstöðu og það eina sem frekari undirbúningur hefði skilað væru mögulega betri endurheimtur fyrir kröfuhafa bankanna. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir Tryggva Pálssyni fyrir Landsdómi í gær. Tryggvi Pálsson var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands á því tímabili sem ákæran á Geir H. Haarde snýr að. Hann var einnig ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika og ritaði hinar umdeildu fundargerðir sem eru að miklu leyti undirstaðan í málatilbúnaðinum gegn Geir. Tryggvi stýrði auk þess viðbúnaðarstarfi Seðlabankans. Vitnaleiðslur yfir honum snerust því að miklu leyti um þann viðbúnað sem var fyrir hendi innan íslenska kerfisins í aðdraganda bankahrunsins. Tryggvi hóf vitnisburð sinn á því að telja upp ýmis skjöl og greiningar sem unnar höfðu verið innan Seðlabankans í aðdraganda hrunsins þar sem aðsteðjandi hætta var metin. Á meðal þeirra var skjal sem hann skrifaði í nóvember 2007 og heitir „Er íslenska fjármálakerfinu meiri hætta búin nú en var 2005/2006?“. Niðurstaða Tryggva var sú að svo væri. Auk þess skipaði Tryggvi sérstakan krísuhóp innan Seðlabankans sem síðar starfaði fram að fjármálaáfallinu í október 2008. Þetta taldi Tryggvi meðal annars til marks um að mikið hefði verið unnið að viðlagaáætlun í aðdraganda þess. 140 sinnum Northern RockTryggvi sagði að á vissan hátt væru grunnatriði í viðlagaáætlun fjármálakerfis þau sömu og í náttúruhamfaramálum. Vinnan við hana hefði ekki snúist um að vinna eitt skjal sem grípa ætti til ef í óefni horfði, heldur að gera alla tilbúna til að takast á við aðstæður sem gætu komið upp. Að mati Tryggva tókst Seðlabankanum að undirbúa sig mjög vel „þó að ýmsir hafi viljað taka þá skrautfjöður af okkur“. Sum vitni sem hafa komið fyrir Landsdóm, meðal annars Tryggvi Þór Herbertsson, hafa gagnrýnt að Seðlabankinn hafi ekki gert sér grein fyrir þeim smitáhrifum sem fall eins banka myndi hafa á allt kerfið. Tryggvi hafnaði þessu og sagði alla stóru bankanna þrjá hafa verið greinda sem kerfislega mikilvæga. Til samanburðar hefði til dæmis Northern Rock, breskur banki sem féll fyrr á árinu 2008, ekki verið talinn kerfislega mikilvægur þar í landi en samt valdið gríðarlegum usla. „Þegar áfallið verður hér, þá er það sambærilegt við 140 Northern Rock banka í kerfislegri áhættu,“ sagði Tryggvi. Þá hafi allir erlendir aðilar litið á íslensku bankana sem eina heild. Því hafi alltaf verið gengið út frá því að ef einn lenti í vandræðum þá myndi það smita yfir á alla. Djúp afneitunSpurður um hvort aðgerðir stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins hefðu verið fullnægjandi sagði Tryggvi að vissulega hefði mátt skipuleggja þær betur. Erfitt væri hins vegar að segja til um hvort það hefði breytt einhverju öðru, en að hugsanlega hefði tap kröfuhafanna orðið aðeins minna. „Fyrrverandi bankastjórar sem halda því fram að þeir hafi getað lifað þetta áfall af, jafnvel fjórum árum síðar, eru í mjög djúpri afneitun,“ sagði Tryggvi. Hann lýsti því yfir í vitnastúku að honum fyndist neyðarlagasetningin hafa tekist vel og að hún hefði skilað farsælli niðurstöðu miðað við þær aðstæður sem voru uppi. Vildu ekki valda áfalliTryggvi mótmælti þeirri gagnrýni sem fram hafði komið hjá fjölda vitna undanfarna daga að skýrsla Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem birt hefði verið í maí 2008, hafi verið nokkurs konar heilbrigðisvottorð fyrir íslensku bankana. Í henni hafi meðal annars verið að finna setningu um að „ríkjandi aðstæður reyna á viðnámsþol bankana,“ og töflu yfir helstu áhættuþætti sem steðjuðu að þeim. Bankinn hafi í raun gengið eins langt og hann gat í að lýsa stöðunni án þess að „við myndum að eigin frumkvæði valda fjármálaáfalli“. Tryggvi rökstuddi þessa fullyrðingu með því að ef Seðlabankinn hefði sagt opinberlega að bankakerfið væri í verulegum vanda statt þá hefðu allar lánalínur lokast samstundis og allt farið á hliðina í kjölfarið. Eins og gauksungiLíkt og önnur vitni var Tryggvi spurður út í tilraunir bankanna til að selja eignir, flytja úr landi eða afla lausafjár á árinu 2008. Hann sagði Seðlabankann hafa fylgst vel með þessum tilraunum, bæði með upplýsingum frá bönkunum sjálfum en eins frá erlendum aðilum. Allar þessar tilraunir hefðu verið kortlagðar innan Seðlabankans. Hann benti einnig á möguleikann á því að þeir peningar sem hægt hefði verið að leysa innan bankanna yrðu ekki notaðir til að auka lausafjárstöðu þeirra, heldur hefðu getað „farið út um bakdyrnar“ til stærstu eigenda bankanna sem voru líka í lausafjárvanda. „Þeir, eins og gauksungi, heimtuðu sitt,“ sagði Tryggvi.
Landsdómur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent