Svarað fyrir Saari Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara „að boxa til baka". Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við? Var það ekki RÚV sem gerði hvað mest úr því þegar „svindlari", eins og Helgi sjálfur kallaði „viðfangsefnið", eyðilagði eigur annarra með vélgröfu undir sjónvarpsmyndavélum eftir að hafa haft milljónir af saklausu fólki með svikum? Var það ekki RÚV, en ekki bara Þór Saari, sem notaði þessa atburði sem dæmi um hina réttlátu reiði, sem skuldarar hefðu alið með sér? Og hvað um fjölskylduna á Suðurnesjum, sem keypt hafði raðhús og tvo nýja bíla, allt í skuld, og var komin í vanskil löngu fyrir hrun? Var það ekki RÚV, sem hvað hæst barði bumburnar í túlkun sinni á því hrikalega óréttlæti, sem þessi fjölskylda þyrfti að mæta í eftirmála hrunsins? Ekki man ég betur. Þegar betur var að gáð kom hins vegar allur annar sannleikur í ljós en sannleikur fréttastofanna — í báðum tilgreindum tilvikum. Lítið fór hins vegar fyrir þeirri frásögn í fréttunum. Og náttúrlega var engrar afsökunar beðist — eða hvað? Slík dæmi um óvandaða fréttamennsku eru legíó. Og hvað um látlausan áróður í föstum fréttaskýringaþáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva til upphafningar á reiði og til afbötunar á ofsa og hamsleysi jafnt í orðum sem athöfnum í skjóli hrunsins og „vanefnda" stjórnvalda? Margir þeirra, sem lengst gengu í gagnrýnislausri upphafningu á gleypigangi og rembilæti vanhæfu gróðapunganna fyrir hrun kynda nú sem mest þeir mega elda reiði, haturs og heiftrækni. Einn þáttastjórnenda sjónvarpsstöðvanna orðaði það svo á dögunum á fésbókarsíðu sinni að e.t.v. væri „meðvirknin með reiðinni" orðin of mikil. Bragð er að þá barnið finnur. Ætli þeir séu ekki fleiri en Þór Saari sem þyrftu að biðjast afsökunar á „meðvirkninni"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara „að boxa til baka". Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við? Var það ekki RÚV sem gerði hvað mest úr því þegar „svindlari", eins og Helgi sjálfur kallaði „viðfangsefnið", eyðilagði eigur annarra með vélgröfu undir sjónvarpsmyndavélum eftir að hafa haft milljónir af saklausu fólki með svikum? Var það ekki RÚV, en ekki bara Þór Saari, sem notaði þessa atburði sem dæmi um hina réttlátu reiði, sem skuldarar hefðu alið með sér? Og hvað um fjölskylduna á Suðurnesjum, sem keypt hafði raðhús og tvo nýja bíla, allt í skuld, og var komin í vanskil löngu fyrir hrun? Var það ekki RÚV, sem hvað hæst barði bumburnar í túlkun sinni á því hrikalega óréttlæti, sem þessi fjölskylda þyrfti að mæta í eftirmála hrunsins? Ekki man ég betur. Þegar betur var að gáð kom hins vegar allur annar sannleikur í ljós en sannleikur fréttastofanna — í báðum tilgreindum tilvikum. Lítið fór hins vegar fyrir þeirri frásögn í fréttunum. Og náttúrlega var engrar afsökunar beðist — eða hvað? Slík dæmi um óvandaða fréttamennsku eru legíó. Og hvað um látlausan áróður í föstum fréttaskýringaþáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva til upphafningar á reiði og til afbötunar á ofsa og hamsleysi jafnt í orðum sem athöfnum í skjóli hrunsins og „vanefnda" stjórnvalda? Margir þeirra, sem lengst gengu í gagnrýnislausri upphafningu á gleypigangi og rembilæti vanhæfu gróðapunganna fyrir hrun kynda nú sem mest þeir mega elda reiði, haturs og heiftrækni. Einn þáttastjórnenda sjónvarpsstöðvanna orðaði það svo á dögunum á fésbókarsíðu sinni að e.t.v. væri „meðvirknin með reiðinni" orðin of mikil. Bragð er að þá barnið finnur. Ætli þeir séu ekki fleiri en Þór Saari sem þyrftu að biðjast afsökunar á „meðvirkninni"?
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar