Hefði tekið 2-3 ár að flytja Kaupþing 10. mars 2012 07:00 Vilhelm Már Þorsteinsson lýsti því yfir að alls hafi 13 stór verkefni verið í gangi innan Glitnis á árinu 2008 sem miðuðu að því að auka laust fé. Fréttablaðið/GVA Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Vitnin voru öll á einu máli um að eignasala hefði verið erfið og myndi að öllum líkindum hafa mjög neikvæð áhrif á eigið fé bankanna. Þess utan myndu þau senda skilaboð út á markaðinn að bankarnir væru í vandræðum. Því hefði eignasala í raun getað haft þau áhrif að fella bankana, frekar en að bjarga þeim. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings og starfaði hjá bankanum fyrir hrun, var spurður út í „Project Hans" og „Project Einar", endurskipulagningarhugmyndir sem Hreiðar Már Sigurðsson sagði á fimmtudag að hefðu verið á teikniborðinu hjá Kaupþingi. Jóhannes Rúnar sagði endurskipulagningar vanalega taka tvo til átján mánuði. Í tilviki Kaupþings hafi verið um fjármálafyrirtæki að ræða sem hefði verið með hlutabréf skráð í tveimur löndum (Íslandi og Svíþjóð), með mjög flókna fjármögnun og ytri aðstæður á árinu 2008 hafi verið mjög vondar. „Flækjustigið í þessu tilviki var margfalt." Auk þess snerist „Project Einar" um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands, en erlendur banki hafði aldrei gert slíkt áður. Að mati Jóhannesar myndi svona flutningur, væri hann gerlegur, því taka tvö til þrjú ár hið minnsta. Hann taldi „Project Hans", sem snerist um að flytja hluta af starfsemi bankans frá Íslandi til Danmerkur annars vegar og Bretlands hins vegar, hefði í raun ekki breytt neinu til skamms tíma fyrir Kaupþing. Landsdómur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Vitnin voru öll á einu máli um að eignasala hefði verið erfið og myndi að öllum líkindum hafa mjög neikvæð áhrif á eigið fé bankanna. Þess utan myndu þau senda skilaboð út á markaðinn að bankarnir væru í vandræðum. Því hefði eignasala í raun getað haft þau áhrif að fella bankana, frekar en að bjarga þeim. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings og starfaði hjá bankanum fyrir hrun, var spurður út í „Project Hans" og „Project Einar", endurskipulagningarhugmyndir sem Hreiðar Már Sigurðsson sagði á fimmtudag að hefðu verið á teikniborðinu hjá Kaupþingi. Jóhannes Rúnar sagði endurskipulagningar vanalega taka tvo til átján mánuði. Í tilviki Kaupþings hafi verið um fjármálafyrirtæki að ræða sem hefði verið með hlutabréf skráð í tveimur löndum (Íslandi og Svíþjóð), með mjög flókna fjármögnun og ytri aðstæður á árinu 2008 hafi verið mjög vondar. „Flækjustigið í þessu tilviki var margfalt." Auk þess snerist „Project Einar" um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands, en erlendur banki hafði aldrei gert slíkt áður. Að mati Jóhannesar myndi svona flutningur, væri hann gerlegur, því taka tvö til þrjú ár hið minnsta. Hann taldi „Project Hans", sem snerist um að flytja hluta af starfsemi bankans frá Íslandi til Danmerkur annars vegar og Bretlands hins vegar, hefði í raun ekki breytt neinu til skamms tíma fyrir Kaupþing.
Landsdómur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira