Stolt af litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2012 08:00 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Nordicphotos/Getty Íslenska kvennalandsliðið spilar við Dani í dag í leik um fimmta sætið í Algarvebikarnum en liðið verður án markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur sem glímir við meiðsli. Fréttablaðið kannaði stöðuna á markahæsta leikmanni A-landsliða Íslands frá upphafi. „Ég get því miður ekki gefið kost á mér í leikinn á morgun. Ég er búin að vera mjög slæm í ferðinni og er búin að gera lítið sem ekki neitt á milli leikja," sagði Margrét Lára eftir síðustu æfinguna fyrir leikinn. „Við reyndum í fyrsta leiknum en ég var bara slæm og er búin að vera slæm síðan. Við vildum prófa í gær á móti Kína þar sem við vorum að prófa nýtt leikkerfi," sagði Margrét Lára en hún var með Hólmfríði Magnúsdóttur með sér í framlínunni í sigrinum á Kína. „Mér lýst mjög vel á það að spila 4-4-2 og ég fagna alltaf því þegar það koma fleiri fram," sagði Margrét Lára. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að Margrét Lára og systir hennar Elísa byrjuðu saman í fyrsta sinn í A-landsleik. „Það var æðislegt og rosalega gaman. Ég er hrikalega stolt af henni því hún er búin að standa sig frábærlega. Hún er að koma vel inn í þetta og nú er draumur að rætast hjá okkur. Vonandi næ ég að jafna mig sem fyrst svo að þetta geti aðeins verið byrjunin á einhverju stærra í framtíðinni," segir Margrét Lára. Ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestarMunar fimm árum á systrunum úr Eyjum Elísa Viðarsdóttir (til vinstri) er fædd 1991 en Margrét Lára Viðarsdóttir (til hægri) er fædd árið 1986. Mynd/gettyimages„Mér fannst hún og Katrín ná að spila rosalega vel saman. Þær eru ólíkar og það hentar oft vel. Allur varnarleikur liðsins var mjög góður á móti Kína. Ég viðurkenni samt alveg að það koma nokkur aukaslög þegar hún fær boltann og maður verður svolítið stressaður en hún er búin að sýna það að hún ætlar að standa sig vel og maður getur því aðeins farið að slaka á," sagði Margrét Lára í léttum tón. Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára en sló í gegn með nýliðum ÍBV í fyrrasumar. „Hún var nánast búin að velja handboltann fyrir tveimur til þremur árum þannig að þetta er búið að gerast rosalega hratt hjá henni. Hún er búin að taka miklum framförum," segir Margrét Lára. „Þetta sýnir það bara að það eru ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestar. Sumir leikmenn springa bara út seinna og hún er kannski gott dæmi um það en líka um hvað það skilar sér að leggja hart að sér og hafa trú og metnað," segir Margrét Lára. En hvað með meiðslin og framhaldið hjá henni sjálfri. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þessum meiðslum. Það var rosalegt sjokk fyrir mig að lenda í þessu núna því við erum að fara í mikið prógramm með Potsdam. Það er Meistaradeildin í næstu viku og mikið af leikjum fram undan. Ég var komin í hörkuform og þetta var mjög svekkjandi. Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu því ég hélt að ég væri lokins að komast á gott skrið," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar við Dani í dag í leik um fimmta sætið í Algarvebikarnum en liðið verður án markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur sem glímir við meiðsli. Fréttablaðið kannaði stöðuna á markahæsta leikmanni A-landsliða Íslands frá upphafi. „Ég get því miður ekki gefið kost á mér í leikinn á morgun. Ég er búin að vera mjög slæm í ferðinni og er búin að gera lítið sem ekki neitt á milli leikja," sagði Margrét Lára eftir síðustu æfinguna fyrir leikinn. „Við reyndum í fyrsta leiknum en ég var bara slæm og er búin að vera slæm síðan. Við vildum prófa í gær á móti Kína þar sem við vorum að prófa nýtt leikkerfi," sagði Margrét Lára en hún var með Hólmfríði Magnúsdóttur með sér í framlínunni í sigrinum á Kína. „Mér lýst mjög vel á það að spila 4-4-2 og ég fagna alltaf því þegar það koma fleiri fram," sagði Margrét Lára. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að Margrét Lára og systir hennar Elísa byrjuðu saman í fyrsta sinn í A-landsleik. „Það var æðislegt og rosalega gaman. Ég er hrikalega stolt af henni því hún er búin að standa sig frábærlega. Hún er að koma vel inn í þetta og nú er draumur að rætast hjá okkur. Vonandi næ ég að jafna mig sem fyrst svo að þetta geti aðeins verið byrjunin á einhverju stærra í framtíðinni," segir Margrét Lára. Ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestarMunar fimm árum á systrunum úr Eyjum Elísa Viðarsdóttir (til vinstri) er fædd 1991 en Margrét Lára Viðarsdóttir (til hægri) er fædd árið 1986. Mynd/gettyimages„Mér fannst hún og Katrín ná að spila rosalega vel saman. Þær eru ólíkar og það hentar oft vel. Allur varnarleikur liðsins var mjög góður á móti Kína. Ég viðurkenni samt alveg að það koma nokkur aukaslög þegar hún fær boltann og maður verður svolítið stressaður en hún er búin að sýna það að hún ætlar að standa sig vel og maður getur því aðeins farið að slaka á," sagði Margrét Lára í léttum tón. Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára en sló í gegn með nýliðum ÍBV í fyrrasumar. „Hún var nánast búin að velja handboltann fyrir tveimur til þremur árum þannig að þetta er búið að gerast rosalega hratt hjá henni. Hún er búin að taka miklum framförum," segir Margrét Lára. „Þetta sýnir það bara að það eru ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestar. Sumir leikmenn springa bara út seinna og hún er kannski gott dæmi um það en líka um hvað það skilar sér að leggja hart að sér og hafa trú og metnað," segir Margrét Lára. En hvað með meiðslin og framhaldið hjá henni sjálfri. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þessum meiðslum. Það var rosalegt sjokk fyrir mig að lenda í þessu núna því við erum að fara í mikið prógramm með Potsdam. Það er Meistaradeildin í næstu viku og mikið af leikjum fram undan. Ég var komin í hörkuform og þetta var mjög svekkjandi. Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu því ég hélt að ég væri lokins að komast á gott skrið," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira