Látum börnin borga Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. mars 2012 06:00 Hugkvæmni þeirra er vissulega mikil, sem háværastar kröfur gera um að aðrir borgi skuldir en þeir, sem til þeirra stofnuðu (og tala margir þar undir rós um skuldamál sjálfra sín). Lengi vel voru einkum sungin þar þrjú stef: 1. Látum útlendingana borga brúsann með góðu – eða illu (ekki vantar nú rembinginn!). 2. Látum hina borgarana í bænum axla byrðarnar – þ.e. skattborgarana. 3. Sendum afa og ömmu reikninginn. Látum þau borga með lífeyrinum. Mörg tilbrigði hafa verið samin við þessi stef – enda skortir fólkið ekki hugkvæmnina! Eitt nýjasta tilbrigðið er samið af doktor í hagfræðum sem jafnframt hefur kennt við háskólann. Henni, því þetta er kona, datt í hug að búa til nýja útgáfu af rússneskri rúllettu. Hún er þannig að prenta á massa af seðlum, senda þá úr prentsmiðju gegnum Seðlabankann í sjóð, þaðan inn til skuldaranna, frá þeim í bankana og þaðan aftur í Seðlabankann. Með þessari útgáfu af rússneskri rúllettu segir doktorinn að hægt sé að gera allt fyrir alla án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Ef svona rúllettur eru kenndar í viðskipta- og hagfræðideild HÍ er ekki undarlegt að fólk útskrifað þaðan hafi sett landið á höfuðið á aðeins fjórum árum. Þetta er nefnilega bara tilbrigði við stef nr. 2. Það eina, sem er alveg öruggt sé þessi rússneska rúlletta spiluð er að byssukúlan lendir í hausnum á skattborgaranum. Í augum doktorsins kostar það svo sem ekki neitt. Í augum hans er skattborgarinn séríslensk auðlind, sem er þar að auki ókeypis. Í þessari hljómkviðu heyrðist þó á dögunum nýtt stef. Þá var gerð tillaga um að skattstofn, sem á að nýtast kynslóð barna skulduga fólksins, yrði skattlagður fyrirfram og peningarnir notaðir til þess að greiða skuldir foreldranna. Niðurstaðan er nákvæmlega sú hin sama og ef tillagan hefði verið gerð um að tekið yrði lán fyrir foreldrana sem börnin síðan ættu að borga. Það er næsta eðlilegt þegar nálgast kosningar, að pólitíkusar beri kvíðboga fyrir kjósendum. En að láta sér detta í hug, að þeir sem ekki hafa atkvæðisrétt greiði fyrir atkvæðin – er það nú ekki svolítið langsótt. Getur það verið að menn vinni pólitíska sigra á slagorðinu: LÁTUM BÖRNIN BORGA! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugkvæmni þeirra er vissulega mikil, sem háværastar kröfur gera um að aðrir borgi skuldir en þeir, sem til þeirra stofnuðu (og tala margir þar undir rós um skuldamál sjálfra sín). Lengi vel voru einkum sungin þar þrjú stef: 1. Látum útlendingana borga brúsann með góðu – eða illu (ekki vantar nú rembinginn!). 2. Látum hina borgarana í bænum axla byrðarnar – þ.e. skattborgarana. 3. Sendum afa og ömmu reikninginn. Látum þau borga með lífeyrinum. Mörg tilbrigði hafa verið samin við þessi stef – enda skortir fólkið ekki hugkvæmnina! Eitt nýjasta tilbrigðið er samið af doktor í hagfræðum sem jafnframt hefur kennt við háskólann. Henni, því þetta er kona, datt í hug að búa til nýja útgáfu af rússneskri rúllettu. Hún er þannig að prenta á massa af seðlum, senda þá úr prentsmiðju gegnum Seðlabankann í sjóð, þaðan inn til skuldaranna, frá þeim í bankana og þaðan aftur í Seðlabankann. Með þessari útgáfu af rússneskri rúllettu segir doktorinn að hægt sé að gera allt fyrir alla án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Ef svona rúllettur eru kenndar í viðskipta- og hagfræðideild HÍ er ekki undarlegt að fólk útskrifað þaðan hafi sett landið á höfuðið á aðeins fjórum árum. Þetta er nefnilega bara tilbrigði við stef nr. 2. Það eina, sem er alveg öruggt sé þessi rússneska rúlletta spiluð er að byssukúlan lendir í hausnum á skattborgaranum. Í augum doktorsins kostar það svo sem ekki neitt. Í augum hans er skattborgarinn séríslensk auðlind, sem er þar að auki ókeypis. Í þessari hljómkviðu heyrðist þó á dögunum nýtt stef. Þá var gerð tillaga um að skattstofn, sem á að nýtast kynslóð barna skulduga fólksins, yrði skattlagður fyrirfram og peningarnir notaðir til þess að greiða skuldir foreldranna. Niðurstaðan er nákvæmlega sú hin sama og ef tillagan hefði verið gerð um að tekið yrði lán fyrir foreldrana sem börnin síðan ættu að borga. Það er næsta eðlilegt þegar nálgast kosningar, að pólitíkusar beri kvíðboga fyrir kjósendum. En að láta sér detta í hug, að þeir sem ekki hafa atkvæðisrétt greiði fyrir atkvæðin – er það nú ekki svolítið langsótt. Getur það verið að menn vinni pólitíska sigra á slagorðinu: LÁTUM BÖRNIN BORGA!
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun