Látum börnin borga Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. mars 2012 06:00 Hugkvæmni þeirra er vissulega mikil, sem háværastar kröfur gera um að aðrir borgi skuldir en þeir, sem til þeirra stofnuðu (og tala margir þar undir rós um skuldamál sjálfra sín). Lengi vel voru einkum sungin þar þrjú stef: 1. Látum útlendingana borga brúsann með góðu – eða illu (ekki vantar nú rembinginn!). 2. Látum hina borgarana í bænum axla byrðarnar – þ.e. skattborgarana. 3. Sendum afa og ömmu reikninginn. Látum þau borga með lífeyrinum. Mörg tilbrigði hafa verið samin við þessi stef – enda skortir fólkið ekki hugkvæmnina! Eitt nýjasta tilbrigðið er samið af doktor í hagfræðum sem jafnframt hefur kennt við háskólann. Henni, því þetta er kona, datt í hug að búa til nýja útgáfu af rússneskri rúllettu. Hún er þannig að prenta á massa af seðlum, senda þá úr prentsmiðju gegnum Seðlabankann í sjóð, þaðan inn til skuldaranna, frá þeim í bankana og þaðan aftur í Seðlabankann. Með þessari útgáfu af rússneskri rúllettu segir doktorinn að hægt sé að gera allt fyrir alla án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Ef svona rúllettur eru kenndar í viðskipta- og hagfræðideild HÍ er ekki undarlegt að fólk útskrifað þaðan hafi sett landið á höfuðið á aðeins fjórum árum. Þetta er nefnilega bara tilbrigði við stef nr. 2. Það eina, sem er alveg öruggt sé þessi rússneska rúlletta spiluð er að byssukúlan lendir í hausnum á skattborgaranum. Í augum doktorsins kostar það svo sem ekki neitt. Í augum hans er skattborgarinn séríslensk auðlind, sem er þar að auki ókeypis. Í þessari hljómkviðu heyrðist þó á dögunum nýtt stef. Þá var gerð tillaga um að skattstofn, sem á að nýtast kynslóð barna skulduga fólksins, yrði skattlagður fyrirfram og peningarnir notaðir til þess að greiða skuldir foreldranna. Niðurstaðan er nákvæmlega sú hin sama og ef tillagan hefði verið gerð um að tekið yrði lán fyrir foreldrana sem börnin síðan ættu að borga. Það er næsta eðlilegt þegar nálgast kosningar, að pólitíkusar beri kvíðboga fyrir kjósendum. En að láta sér detta í hug, að þeir sem ekki hafa atkvæðisrétt greiði fyrir atkvæðin – er það nú ekki svolítið langsótt. Getur það verið að menn vinni pólitíska sigra á slagorðinu: LÁTUM BÖRNIN BORGA! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Hugkvæmni þeirra er vissulega mikil, sem háværastar kröfur gera um að aðrir borgi skuldir en þeir, sem til þeirra stofnuðu (og tala margir þar undir rós um skuldamál sjálfra sín). Lengi vel voru einkum sungin þar þrjú stef: 1. Látum útlendingana borga brúsann með góðu – eða illu (ekki vantar nú rembinginn!). 2. Látum hina borgarana í bænum axla byrðarnar – þ.e. skattborgarana. 3. Sendum afa og ömmu reikninginn. Látum þau borga með lífeyrinum. Mörg tilbrigði hafa verið samin við þessi stef – enda skortir fólkið ekki hugkvæmnina! Eitt nýjasta tilbrigðið er samið af doktor í hagfræðum sem jafnframt hefur kennt við háskólann. Henni, því þetta er kona, datt í hug að búa til nýja útgáfu af rússneskri rúllettu. Hún er þannig að prenta á massa af seðlum, senda þá úr prentsmiðju gegnum Seðlabankann í sjóð, þaðan inn til skuldaranna, frá þeim í bankana og þaðan aftur í Seðlabankann. Með þessari útgáfu af rússneskri rúllettu segir doktorinn að hægt sé að gera allt fyrir alla án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Ef svona rúllettur eru kenndar í viðskipta- og hagfræðideild HÍ er ekki undarlegt að fólk útskrifað þaðan hafi sett landið á höfuðið á aðeins fjórum árum. Þetta er nefnilega bara tilbrigði við stef nr. 2. Það eina, sem er alveg öruggt sé þessi rússneska rúlletta spiluð er að byssukúlan lendir í hausnum á skattborgaranum. Í augum doktorsins kostar það svo sem ekki neitt. Í augum hans er skattborgarinn séríslensk auðlind, sem er þar að auki ókeypis. Í þessari hljómkviðu heyrðist þó á dögunum nýtt stef. Þá var gerð tillaga um að skattstofn, sem á að nýtast kynslóð barna skulduga fólksins, yrði skattlagður fyrirfram og peningarnir notaðir til þess að greiða skuldir foreldranna. Niðurstaðan er nákvæmlega sú hin sama og ef tillagan hefði verið gerð um að tekið yrði lán fyrir foreldrana sem börnin síðan ættu að borga. Það er næsta eðlilegt þegar nálgast kosningar, að pólitíkusar beri kvíðboga fyrir kjósendum. En að láta sér detta í hug, að þeir sem ekki hafa atkvæðisrétt greiði fyrir atkvæðin – er það nú ekki svolítið langsótt. Getur það verið að menn vinni pólitíska sigra á slagorðinu: LÁTUM BÖRNIN BORGA!
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar