Orkuverð og almannahagur Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun