Garðyrkjan og rafmagnskostnaður 25. febrúar 2012 06:00 Frá því að efnahagshrunið varð hér á landi hefur dreifingarkostnaður rafmagns til garðyrkjubænda aukist langt umfram það sem talist getur eðlilegt. Garðyrkjubændur hafa látið taka saman gögn um þróun verðs á rafmagni frá 2005 í samanburði við vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu hækkaði vísitalan um 62%. Orkan hækkaði um 30% en dreifing í þéttbýli um 87% og í dreifbýli 105%! Fróðlegt er að sjá að þar sem samkeppni ríkir, við framleiðslu og sölu á orku, er um raunlækkun verðs að ræða. Annað er upp á teningnum þar sem einokun ríkir. Til að setja þetta í samhengi þá hafa niðurgreiðslur ríkisins vegna dreifingarkostnaðar hækkað frá árinu 2005 um 30 milljónir króna vegna aukinnar notkunar rafmagns við framleiðslu á grænmeti. Á sama tíma hefur ríkið þurft að skjóta til 100 milljónum króna vegna gjaldskrárhækkana RARIK. Allt undir nafni niðurgreiðslna til garðyrkju! Búið að borga fjórar veitur!Þessar upplýsingar ollu því að garðyrkjubændur létu reikna út kostnað við eigin dreifiveitu rafmagns. Það var gert árið 2010 og uppfært nú í febrúar. Eigin dreifiveita, sem staðsett væri á svæði nálægt Flúðum og þéttbýlanna í Biskupstungum, Laugarási og Reykholti, er afar hagkvæm. Með staðsetningunni næst til tæplega 80% af framleiðslu í ylrækt í 10 km radíus. Verkfræðistofa, sem hefur mikla reynslu, var fengin til að annast útreikningana. Fjárfestingin er um 460 milljónir króna og er allur kostnaður vel áætlaður og gerð næmnigreining með mismunandi breytum. Niðurstaðan er sláandi. Á aðeins fimm árum borgar fjárfestingin sig upp. Eftir þann tíma og út líftíma dreifiveitunnar (30-40 ár) er kostnaður garðyrkjubænda jafnhár og rekstrarkostnaður veitunnar og eðlileg ávöxtunarkrafa. Sá kostnaður er áætlaður um 5% af fjárfestingunni en benda má á að sambærilegur kostnaður í orkuþjónustu er reiknaður 1-3%. Orkustofnun hefur yfirfarið útreikningana en öllum er heimilt að skoða þá. Þeir sýna að uppsafnaður hagnaður RARIK af viðskiptum við garðyrkjubændur á undanförnum áratugum hefur borgað sem svarar kostnaði við fjórar dreifiveitur. Samkeppnisstaða íslensks grænmetisÞeirri réttmætu spurningu hefur verið varpað fram í umræðunni hvort ekki væri réttast að minnka framleiðsluna ef garðyrkjan getur ekki framleitt grænmetið við núverandi kjör. Á það skal bent að með samningi garðyrkjubænda við ríkið árið 2002 voru fjögur markmið sett. Þrjú markmiðanna hafa náðst með láði, að auka hagkvæmni, að lækka grænmetisverð til neytenda og styðja framleiðslu og markaðssetningu grænmetis. Fjórða markmið samningsins hefur ekki náðst. Það er að treysta tekjugrundvöll garðyrkjunnar. Samtímis því að veruleg hagræðing hefur átt sér stað, um 3,8% á ári síðan 2002 eða 15% meira en gert var ráð fyrir, hefur verð lækkað til almennings. Að auki var opnað fyrir óheftan innflutning grænmetis án tolla og það var samkeppnisumhverfi íslensks grænmetis og hefur verið svo síðan. Staða íslensks grænmetis er sterk og er það fyrir að þakka góðri vöru en stuðningur neytenda hefur skipt megin máli. Rekstur ylræktarinnar mætti skila bændum meira til þess að takast á við síhækkandi kostnað aðfanga. Það skýtur því skökku við að það sé fyrirtæki í eigu ríkisins sem er þess valdandi að núverandi ástand hefur skapast. Á að framleiða grænmeti á Íslandi?Í könnun Landlæknis á mataræði, sem birt var í upphafi árs, kemur fram að neysla grænmetis hefur aukist um 19% frá 2002 og er aðeins 120 g á dag. Markmiðið er að neysla grænmetis og ávaxta verði 400 g á mann. Það er því langt í land. Garðyrkjubændur hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar á þessu tímabili. Framleiðsla á gúrkum hefur aukist um 45% og á tómötum um 80% svo eitthvað sé nefnt. Hagræðing garðyrkjubænda hefur skilað verulega lægra verði og hollustan er óumdeilanleg. Staðfest er með rannsóknum að aukin grænmetisneysla skili heilbrigðara fólki og lækkar kostnað ríkisins. Aukin framleiðsla íslensks grænmetis skilar sér einnig í fjölgun starfa og minnkar notkun gjaldeyris við innflutning. Hver er þá lausnin?Af hverju eru garðyrkjubændur öðru hverju að minna á þessi mál? Ekki skortir á velvilja stjórnvalda á hátíðastundum en garðyrkjubændur vilja sjá þann velvilja í verki. Því skal haldið til haga að í iðnaðarráðuneytinu liggur fyrir breyting á skilgreiningu á hvað sé þéttbýli í skilningi orkulaga og við þá breytingu munu garðyrkjubændur í Laugarási í Biskupstungum greiða fjórðungi lægra gjald fyrir dreifingu rafmagns. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna að ylræktun grænmetis sé þjóðþrifamál. Ef það næst er eftirleikurinn auðveldur. Þá væri hægt að ákveða hver kjör garðyrkjubænda varðandi dreifingarkostnað ættu að vera. Það væri hægt að tryggja jafnræði þeirra út frá þeirri forsendu að um stórnotendur séu að ræða. Það er kominn tími til að ræða hugmyndina um eina gjaldskrá fyrir allt landið eins og gert var með símann á sínum tíma. Aðalatriðið er þó að garðyrkjan hafi það rekstrarumhverfi sem hvetur til aukinnar framleiðslu á frábæru grænmeti til hagsbóta fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frá því að efnahagshrunið varð hér á landi hefur dreifingarkostnaður rafmagns til garðyrkjubænda aukist langt umfram það sem talist getur eðlilegt. Garðyrkjubændur hafa látið taka saman gögn um þróun verðs á rafmagni frá 2005 í samanburði við vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu hækkaði vísitalan um 62%. Orkan hækkaði um 30% en dreifing í þéttbýli um 87% og í dreifbýli 105%! Fróðlegt er að sjá að þar sem samkeppni ríkir, við framleiðslu og sölu á orku, er um raunlækkun verðs að ræða. Annað er upp á teningnum þar sem einokun ríkir. Til að setja þetta í samhengi þá hafa niðurgreiðslur ríkisins vegna dreifingarkostnaðar hækkað frá árinu 2005 um 30 milljónir króna vegna aukinnar notkunar rafmagns við framleiðslu á grænmeti. Á sama tíma hefur ríkið þurft að skjóta til 100 milljónum króna vegna gjaldskrárhækkana RARIK. Allt undir nafni niðurgreiðslna til garðyrkju! Búið að borga fjórar veitur!Þessar upplýsingar ollu því að garðyrkjubændur létu reikna út kostnað við eigin dreifiveitu rafmagns. Það var gert árið 2010 og uppfært nú í febrúar. Eigin dreifiveita, sem staðsett væri á svæði nálægt Flúðum og þéttbýlanna í Biskupstungum, Laugarási og Reykholti, er afar hagkvæm. Með staðsetningunni næst til tæplega 80% af framleiðslu í ylrækt í 10 km radíus. Verkfræðistofa, sem hefur mikla reynslu, var fengin til að annast útreikningana. Fjárfestingin er um 460 milljónir króna og er allur kostnaður vel áætlaður og gerð næmnigreining með mismunandi breytum. Niðurstaðan er sláandi. Á aðeins fimm árum borgar fjárfestingin sig upp. Eftir þann tíma og út líftíma dreifiveitunnar (30-40 ár) er kostnaður garðyrkjubænda jafnhár og rekstrarkostnaður veitunnar og eðlileg ávöxtunarkrafa. Sá kostnaður er áætlaður um 5% af fjárfestingunni en benda má á að sambærilegur kostnaður í orkuþjónustu er reiknaður 1-3%. Orkustofnun hefur yfirfarið útreikningana en öllum er heimilt að skoða þá. Þeir sýna að uppsafnaður hagnaður RARIK af viðskiptum við garðyrkjubændur á undanförnum áratugum hefur borgað sem svarar kostnaði við fjórar dreifiveitur. Samkeppnisstaða íslensks grænmetisÞeirri réttmætu spurningu hefur verið varpað fram í umræðunni hvort ekki væri réttast að minnka framleiðsluna ef garðyrkjan getur ekki framleitt grænmetið við núverandi kjör. Á það skal bent að með samningi garðyrkjubænda við ríkið árið 2002 voru fjögur markmið sett. Þrjú markmiðanna hafa náðst með láði, að auka hagkvæmni, að lækka grænmetisverð til neytenda og styðja framleiðslu og markaðssetningu grænmetis. Fjórða markmið samningsins hefur ekki náðst. Það er að treysta tekjugrundvöll garðyrkjunnar. Samtímis því að veruleg hagræðing hefur átt sér stað, um 3,8% á ári síðan 2002 eða 15% meira en gert var ráð fyrir, hefur verð lækkað til almennings. Að auki var opnað fyrir óheftan innflutning grænmetis án tolla og það var samkeppnisumhverfi íslensks grænmetis og hefur verið svo síðan. Staða íslensks grænmetis er sterk og er það fyrir að þakka góðri vöru en stuðningur neytenda hefur skipt megin máli. Rekstur ylræktarinnar mætti skila bændum meira til þess að takast á við síhækkandi kostnað aðfanga. Það skýtur því skökku við að það sé fyrirtæki í eigu ríkisins sem er þess valdandi að núverandi ástand hefur skapast. Á að framleiða grænmeti á Íslandi?Í könnun Landlæknis á mataræði, sem birt var í upphafi árs, kemur fram að neysla grænmetis hefur aukist um 19% frá 2002 og er aðeins 120 g á dag. Markmiðið er að neysla grænmetis og ávaxta verði 400 g á mann. Það er því langt í land. Garðyrkjubændur hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar á þessu tímabili. Framleiðsla á gúrkum hefur aukist um 45% og á tómötum um 80% svo eitthvað sé nefnt. Hagræðing garðyrkjubænda hefur skilað verulega lægra verði og hollustan er óumdeilanleg. Staðfest er með rannsóknum að aukin grænmetisneysla skili heilbrigðara fólki og lækkar kostnað ríkisins. Aukin framleiðsla íslensks grænmetis skilar sér einnig í fjölgun starfa og minnkar notkun gjaldeyris við innflutning. Hver er þá lausnin?Af hverju eru garðyrkjubændur öðru hverju að minna á þessi mál? Ekki skortir á velvilja stjórnvalda á hátíðastundum en garðyrkjubændur vilja sjá þann velvilja í verki. Því skal haldið til haga að í iðnaðarráðuneytinu liggur fyrir breyting á skilgreiningu á hvað sé þéttbýli í skilningi orkulaga og við þá breytingu munu garðyrkjubændur í Laugarási í Biskupstungum greiða fjórðungi lægra gjald fyrir dreifingu rafmagns. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna að ylræktun grænmetis sé þjóðþrifamál. Ef það næst er eftirleikurinn auðveldur. Þá væri hægt að ákveða hver kjör garðyrkjubænda varðandi dreifingarkostnað ættu að vera. Það væri hægt að tryggja jafnræði þeirra út frá þeirri forsendu að um stórnotendur séu að ræða. Það er kominn tími til að ræða hugmyndina um eina gjaldskrá fyrir allt landið eins og gert var með símann á sínum tíma. Aðalatriðið er þó að garðyrkjan hafi það rekstrarumhverfi sem hvetur til aukinnar framleiðslu á frábæru grænmeti til hagsbóta fyrir alla!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun