Lífið

Litesound dæmdur sigur í undankeppni

Réttir sigurvegarar
 Hljómsveitin Litesound verður fulltrúi Hvíta-Rússlands í Eurovision í Baku.
Réttir sigurvegarar Hljómsveitin Litesound verður fulltrúi Hvíta-Rússlands í Eurovision í Baku.
Sigurinn í Eurovision-söngkeppninni í Hvíta-Rússlandi hefur verið dæmdur úr höndum söngkonunnar Alyona Lanskaya.

Lanskaya sigraði undankeppnina, EuroFest, með laginu All My Life þann 14. febrúar síðastliðinn. Rokkhljómsveitin Litesound lenti í öðru sæti í keppninni, þrátt fyrir hafa unnið næstum allar skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir keppni. Strax að undankeppninni lokinni blossuðu því upp efasemdir um að sigurinn væri réttmætur sem leiddi til þess að forseti landsins, Alexander Lukashenko kallaði eftir rannsókn á niðurstöðu símakosningarinnar sem Lanskaya var sögð hafa unnið.

Rannsóknin leiddi í ljós að átt hafði verið við niðurstöður kosningarinnar og höfðu strákarnir í Litesound í raun borið sigur úr býtum. Litesound kemur því til með að vera framlag Hvíta-Rússa í Baku í lok maí með lagið We are the Heroes, en þetta var í fjórða skipti sem hljómsveitin komst í undanúrslit EuroFest.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×