

Af vondum pólitíkusum og venjulegu fólki
Vorið 2010 ákvað ég að bjóða mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Ég hafði starfað með flokknum í bænum um nokkurra ára skeið en aldrei verið á neinum framboðslista.
Ég taldi mig eiga brýnt erindi og vildi beita mér fyrir breytingum í mínu bæjarfélagi. Við nýttum nótt sem nýtan dag við að útbúa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu með höfuðáherslu á hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika. Jafnframt vildum við minnka skuldir bæjarins, en þær höfðu aukist um tugi milljarða á nokkrum árum hjá þeim meirihluta sem var búinn að vera við völd um 20 ára skeið. Nú var kominn tími til að breyta.
Ný framboð
Korteri fyrir kosningar vorið 2010 spruttu svo upp tvö ný framboð í bænum. Annað þeirra kenndi sig við venjulegt fólk, fólkið í bænum og tók sér bókstafinn Y. Þau voru ekki pólitíkusar enda var það skammaryrði. Reyndar voru margir á þessum listum með ýmis pólitísk störf á ferilskránni sinni þegar vel var að gáð. Voru þetta kannski pólitíkusar í feluleik? Þetta fólk vildi hreinsa til í bænum og sópa burtu þessum spilltu pólitíkusum. Það setti á sig gúmmíhanska og stóð á tröppum bæjarskrifstofanna vopnað kústum og skrúbbum. Gefum þessum gömlu pólitíkusum frí var viðkvæðið. Allir voru settir á sama bás, hvort sem þeir höfðu verið við völd í bænum eða ekki.
Ég var þarna hætt að vera venjuleg kona, móðir og kennari í Kópavogi og komin í hópinn vonda sem nefnist „pótitíkusar". Þau stilltu sér víða upp í bænum, hreingerningarfólkið. Eitt sinn er ég var stödd fyrir utan Bónus ásamt félaga mínum að dreifa stefnu Samfylkingarinnar í Kópavogi, ruddist einn þeirra að okkur, Eiríkur Ólafsson, með boðskapinn. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti hreingerningarmanna, bættist við. Við reyndum að eiga við Eirík orðastað og benda honum á að við hefðum aldrei verið við völd í bænum, við í Samfylkingunni. Lítt var hlustað á það, við tilheyrðum flokki.
Nýir tímar
Svo komu kosningar og meirihlutinn gamli, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur féll. Samfylkingin, listi Vinstri Grænna ásamt nýju framboðunum tveimur, hreingerningarfólkinu og Næst besta flokknum tóku við stjórntaumunum í Kópavogi undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í Kópavogi. Helsta krafa hreingerningarmanna um ópólitískan bæjarstjóra var virt. Þessi meirihluti undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, hefur lyft grettistaki á 20 mánuðum við að minnka skuldir bæjarins og breyta stjórnsýslunni án þess að það hafi bitnað á þeim sem síst skyldi. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var höfð að leiðarljósi og mikil sátt hefur verið meðal íbúa í bænum og lítið um óánægjuraddir eins og oft áður. Nýir tímar voru komnir í Kópavogi!
Gamlir tímar?
Nú bregður svo við að hreingerningarmeistararnir eru búnir að taka af sér hanskana og pakka saman. Eiríkur og Rannveig eru komin í eina sæng með þeim sem þau vildu sópa í burtu vorið 2010, gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir liðsmenn þeirra standa hnípnir eftir og hafa sagt sig af listanum, þeim er misboðið.
Ég hef hitt ýmsa kjósendur þeirra Eiríks og Rannveigar. Þeir telja sig illa svikna.
Nú skipta loforðin engu máli um að gefa gamla meirihlutanum frí og hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var greinilega bara Guðríður sem ekki mátti vera bæjarstjóri því hún er svo frek! Nú er Rannveig sæl og glöð, búin að fá stól Guðríðar, orðin formaður bæjarráðs og ætlar að kenna Gunnari Birgissyni og félögum siðbót að eigin sögn. Voru það sem sagt ekki málefnin og hagsmunir bæjarbúa sem skiptu máli? Var það sem sagt staða og stóll?
Guðriður Arnardóttir hefur ávallt látið hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur. Hún hefur staðið sem klettur í öllu því ölduróti og aðförum sem á hana hafa dunið undanfarið. Það hefur verið sárt að horfa upp á það. Hún mun vonandi halda áfram að starfa fyrir Kópavosbúa af þeirri elju og dugnaði sem hún hefur gert til þessa.
Skoðun

Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun?
María K. Jónsdóttir skrifar

Magnús Karl er besti kosturinn
Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

„Söngvar vindorkunnar“
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best
Guðný Björk Eydal skrifar

Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl
Viðar Halldórsson skrifar

Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR
Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Nú þarf Versló að bregðast við
Pétur Orri Pétursson skrifar

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar