Nýtum visku og hæfileika kvenna Regína Bjarnadóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun