Ofurskattur á samgöngum Özur Lárusson skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun