Skapabarmaaðgerðir færast í aukana hjá lýtalæknum 23. febrúar 2012 06:00 Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira