Skapabarmaaðgerðir færast í aukana hjá lýtalæknum 23. febrúar 2012 06:00 Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira