Nýtingarsamningar sem framtíðarleið Jóhann Ársælsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Hér fer á eftir tillaga að leið sem er ætlað að skapa jafnræðisgrundvöll fyrir útgerðarfyrirtæki til að þróast í, jafnframt því að þjóðin fái notið eðlilegs arðs af nýtingu auðlindarinnar. Leið sem er ætlað að koma á stöðugu en lifandi og þjálu umhverfi fyrir sjávarútveginn. Þessi tillaga er um aðferð (% og árafjölda ber að taka með fyrirvara) við að ná markmiðum um þjóðareign á auðlindum sjávar á grundvelli „samningaleiðarinnar". Hér er einungis fjallað um langtíma veiðirétt (aflahlutdeildir). 1. Gerðir verði nýtingarsamningar við einstakar útgerðir til 15 ára á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. 2. Nýtingarsamningarnir verði afmarkaðir í 15 hluti og verði stysti samningurinn til eins árs en sá lengsti til 15 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu samningarnir til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir það. 3. Nýir nýtingarsamningar verði afmarkaðir og boðnir til leigu á kvótaþingi til 15 ára. 4. Þeir sem fá nýtingarsamninga við upphaf þessa kerfis skulu fá 85% af því endurgjaldi (meðaltalsverði tegundar á viðkomandi ári) sem fyrir upphafssamningana fæst á kvótaþingi að frádregnu andvirði þeirrar nýtingar sem á sér stað eftir að lengsti upphafssamningurinn rennur út. GreinargerðMeð þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarsamningum sem endurúthlutað yrði með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka og tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarsamningunum. Gert er ráð fyrir þeirri einföldu aðferð að hverri útgerð verði úthlutað nýtingarsamningum fyrir þeim veiðirétti sem þeir hafa nú. Dæmi: Skip hefur sem svarar 150 tonna kvóta. Það fengi 15 samninga upp á 10 tonn hvern, einn rynni út eftir 15 ár, einn eftir 14 ár o.s.frv. sá stysti eftir eitt ár. Þar með hefur forgangi skipsins til kvótaúthlutunar verið lokið og framvegis verður útgerðarmaðurinn að sækja sér viðbót á kvótaþingi ef hann ætlar að halda í horfinu eða bæta við sig. Það yrði útgerðarmanni skipsins líklega of erfitt að tapa fimmtánda hluta nýtingarsamninganna árlega og þess vegna er þörf á mótvægisaðgerðum. Einföld leið til að koma til móts við hann væri að hann fengi á aðlögunartímanum (15 árum) mikinn hluta þess andvirðis sem fæst fyrir heimildirnar á kvótaþingi við endurúthlutun þeirra í fyrsta sinn. Hann fengi þess vegna mest þegar stysta samningnum lýkur en ekki neitt þegar þeim lengsta lýkur. Verðið ræðst á kvótaþingi. Það að útgerðarmaðurinn fái ekki allt andvirðið á aðlögunartímanum er nauðsynlegt til að þeir sem eru núna í útgerð geti ekki sprengt upp verðið til að útiloka aðra. Með þessari leið er ekki verið að kaupa kvótann af útgerðinni. Miklu frekar ber að líta á hana sem tímabundið fyrirkomulag sem kemur í stað þeirrar úthlutunar kvótans sem nú gildir. En þessi aðferð gerir kleift að koma á stöðugu og þjálu úthlutunarkerfi strax sem stendur til framtíðar. Þessi aðferð fjármagnar sig sjálf og gott betur. Ef nýtingarsamningar verða leigðir út til 15 ára rennur í ríkissjóð andvirði þeirra ára sem veiðiheimildirnar ná til eftir 15 árin og auk þeirra 15% af verðinu sem fæst á kvótaþingi fyrir tímann fram að því. Með þessari aðferð er einföld leið opin til að koma meira til móts við „gömlu" útgerðirnar ef vilji er til sátta, það er að hafa tímann sem útgerðir hafa rétt til andvirðis upphafssamningana lengri en hér er sett fram. Eðlilegt er að fella núgildandi veiðigjald niður þar sem og þegar leiga fyrir nýtingarsamninga kemur í stað þess . Kostirnir við þessa aðferð er að framtíðarkerfið fer strax að virka, öllum langtíma veiðirétti hefur þá verið breytt í nýtingarsamninga og einn fimmtándi hluti þeirra fer á kvótaþing hvert ár. Einingarnar sem verða leigðar út geta verið hvaða stærð sem er. Aðferðin leysir endurnýjunarvandann sem annars myndast eftir 15 ár. Hún opnar klárlega fyrir nýliða inn í greinina, tryggir fullt jafnræði og getur rúmað verulegan sveigjanleika. Skynsamlegt væri að leyfa framsal slíkra nýtingarsamninga a.m.k. upphafssamninganna sem hér er fjallað um en einnig gætu útgerðir í stað þess haft innskilunarrétt á kvótaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hér fer á eftir tillaga að leið sem er ætlað að skapa jafnræðisgrundvöll fyrir útgerðarfyrirtæki til að þróast í, jafnframt því að þjóðin fái notið eðlilegs arðs af nýtingu auðlindarinnar. Leið sem er ætlað að koma á stöðugu en lifandi og þjálu umhverfi fyrir sjávarútveginn. Þessi tillaga er um aðferð (% og árafjölda ber að taka með fyrirvara) við að ná markmiðum um þjóðareign á auðlindum sjávar á grundvelli „samningaleiðarinnar". Hér er einungis fjallað um langtíma veiðirétt (aflahlutdeildir). 1. Gerðir verði nýtingarsamningar við einstakar útgerðir til 15 ára á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. 2. Nýtingarsamningarnir verði afmarkaðir í 15 hluti og verði stysti samningurinn til eins árs en sá lengsti til 15 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu samningarnir til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir það. 3. Nýir nýtingarsamningar verði afmarkaðir og boðnir til leigu á kvótaþingi til 15 ára. 4. Þeir sem fá nýtingarsamninga við upphaf þessa kerfis skulu fá 85% af því endurgjaldi (meðaltalsverði tegundar á viðkomandi ári) sem fyrir upphafssamningana fæst á kvótaþingi að frádregnu andvirði þeirrar nýtingar sem á sér stað eftir að lengsti upphafssamningurinn rennur út. GreinargerðMeð þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarsamningum sem endurúthlutað yrði með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka og tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarsamningunum. Gert er ráð fyrir þeirri einföldu aðferð að hverri útgerð verði úthlutað nýtingarsamningum fyrir þeim veiðirétti sem þeir hafa nú. Dæmi: Skip hefur sem svarar 150 tonna kvóta. Það fengi 15 samninga upp á 10 tonn hvern, einn rynni út eftir 15 ár, einn eftir 14 ár o.s.frv. sá stysti eftir eitt ár. Þar með hefur forgangi skipsins til kvótaúthlutunar verið lokið og framvegis verður útgerðarmaðurinn að sækja sér viðbót á kvótaþingi ef hann ætlar að halda í horfinu eða bæta við sig. Það yrði útgerðarmanni skipsins líklega of erfitt að tapa fimmtánda hluta nýtingarsamninganna árlega og þess vegna er þörf á mótvægisaðgerðum. Einföld leið til að koma til móts við hann væri að hann fengi á aðlögunartímanum (15 árum) mikinn hluta þess andvirðis sem fæst fyrir heimildirnar á kvótaþingi við endurúthlutun þeirra í fyrsta sinn. Hann fengi þess vegna mest þegar stysta samningnum lýkur en ekki neitt þegar þeim lengsta lýkur. Verðið ræðst á kvótaþingi. Það að útgerðarmaðurinn fái ekki allt andvirðið á aðlögunartímanum er nauðsynlegt til að þeir sem eru núna í útgerð geti ekki sprengt upp verðið til að útiloka aðra. Með þessari leið er ekki verið að kaupa kvótann af útgerðinni. Miklu frekar ber að líta á hana sem tímabundið fyrirkomulag sem kemur í stað þeirrar úthlutunar kvótans sem nú gildir. En þessi aðferð gerir kleift að koma á stöðugu og þjálu úthlutunarkerfi strax sem stendur til framtíðar. Þessi aðferð fjármagnar sig sjálf og gott betur. Ef nýtingarsamningar verða leigðir út til 15 ára rennur í ríkissjóð andvirði þeirra ára sem veiðiheimildirnar ná til eftir 15 árin og auk þeirra 15% af verðinu sem fæst á kvótaþingi fyrir tímann fram að því. Með þessari aðferð er einföld leið opin til að koma meira til móts við „gömlu" útgerðirnar ef vilji er til sátta, það er að hafa tímann sem útgerðir hafa rétt til andvirðis upphafssamningana lengri en hér er sett fram. Eðlilegt er að fella núgildandi veiðigjald niður þar sem og þegar leiga fyrir nýtingarsamninga kemur í stað þess . Kostirnir við þessa aðferð er að framtíðarkerfið fer strax að virka, öllum langtíma veiðirétti hefur þá verið breytt í nýtingarsamninga og einn fimmtándi hluti þeirra fer á kvótaþing hvert ár. Einingarnar sem verða leigðar út geta verið hvaða stærð sem er. Aðferðin leysir endurnýjunarvandann sem annars myndast eftir 15 ár. Hún opnar klárlega fyrir nýliða inn í greinina, tryggir fullt jafnræði og getur rúmað verulegan sveigjanleika. Skynsamlegt væri að leyfa framsal slíkra nýtingarsamninga a.m.k. upphafssamninganna sem hér er fjallað um en einnig gætu útgerðir í stað þess haft innskilunarrétt á kvótaþing.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun