Gettu betur-krakkarnir óhugnanlega klárir 22. febrúar 2012 11:00 Stressandi föstudagur Þórhildur Ólafsdóttir, nýliðinn í Gettu Betur þríeykinu er stressuð fyrir fyrstu sjónvarpsútsendingu þáttarins á föstudaginn. „Ég verð bara að vera hreinskilin og viðurkenna að ég er frekar kvíðin fyrir sjónvarpsútsendinguna," segir Þórhildur Ólafsdóttir, annar helmingur dómaratvíeykisins í Gettu betur. Fyrsta sjónvarpsútsending ársins á þessum sívinsæla spurningaþætti framhaldsskóla landsins fer fram á föstudaginn en þá etja kappi Verslunarskóli Íslands og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Þórhildur er nýliðinn í hópnum en Edda Hermannsdóttir er spyrill líkt og í fyrra og Örn Úlfar Sævarsson er spurningahöfundur og dómari ásamt Þórhildi en embætti stigavarðarins var lagt niður í ár. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við höfum fengið ágætis reynslu í útvarpinu síðan í janúar og erum búin að slípast vel saman. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli hingað til og ber kannski helst að nefna yfirlið spyrilsins í beinni útsendingu í útvarpinu. Ég vona að það endurtaki sig ekki," segir Þórhildur og vísar í atvik þegar útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir leið út af í beinni útsendingu þegar hún leysti Eddu af hólmi. Þórhildur viðurkennir að hún sé frekar stressuð fyrir föstudaginn en það síðasta sem hún vill er að það komi upp eitthvert vafaatriði varðandi dómgæsluna í beinni. „Þetta eru náttúrulega alveg óhugnanlega klárir krakkar og mig langar að gera þetta vel en það er snúið að búa til spurningar fyrir svona eldklára einstaklinga," segir Þórhildur sem ætlar að grípa til ýmissa ráða til að róa taugarnar á föstudaginn. „Ég ætla fyrst og fremst að slaka á í kaffidrykkjunni yfir daginn og skelli mér kannski í Tabata tíma til Eddu spyrils." Gettu betur er á dagskrá Rúv á föstudaginn klukkan 20.10. - áp Lífið Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
„Ég verð bara að vera hreinskilin og viðurkenna að ég er frekar kvíðin fyrir sjónvarpsútsendinguna," segir Þórhildur Ólafsdóttir, annar helmingur dómaratvíeykisins í Gettu betur. Fyrsta sjónvarpsútsending ársins á þessum sívinsæla spurningaþætti framhaldsskóla landsins fer fram á föstudaginn en þá etja kappi Verslunarskóli Íslands og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Þórhildur er nýliðinn í hópnum en Edda Hermannsdóttir er spyrill líkt og í fyrra og Örn Úlfar Sævarsson er spurningahöfundur og dómari ásamt Þórhildi en embætti stigavarðarins var lagt niður í ár. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við höfum fengið ágætis reynslu í útvarpinu síðan í janúar og erum búin að slípast vel saman. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli hingað til og ber kannski helst að nefna yfirlið spyrilsins í beinni útsendingu í útvarpinu. Ég vona að það endurtaki sig ekki," segir Þórhildur og vísar í atvik þegar útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir leið út af í beinni útsendingu þegar hún leysti Eddu af hólmi. Þórhildur viðurkennir að hún sé frekar stressuð fyrir föstudaginn en það síðasta sem hún vill er að það komi upp eitthvert vafaatriði varðandi dómgæsluna í beinni. „Þetta eru náttúrulega alveg óhugnanlega klárir krakkar og mig langar að gera þetta vel en það er snúið að búa til spurningar fyrir svona eldklára einstaklinga," segir Þórhildur sem ætlar að grípa til ýmissa ráða til að róa taugarnar á föstudaginn. „Ég ætla fyrst og fremst að slaka á í kaffidrykkjunni yfir daginn og skelli mér kannski í Tabata tíma til Eddu spyrils." Gettu betur er á dagskrá Rúv á föstudaginn klukkan 20.10. - áp
Lífið Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira