Hvað tefur, Ögmundur? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur?
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun