Íslenski boltinn

Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson með Hallberu Guðnýju Gísladóttur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson með Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mynd/Stefán
Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal.

Margrét Lára Viðarsdóttir er á mála hjá þýska meistaraliðinu Potsdam. Sara Björg Gunnarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir eru leikmenn sænska meistaraliðsins Malmö.

„Við munum reyna að koma til móts við óskir þeirra. Potsdam og Malmö leika í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu aðeins viku eftir að mótinu lýkur á Algarve. Það er vissulega álag sem fylgir þessu móti, fjórir leikir á rétt rúmri viku. Við gerum okkar besta að koma til móts við þessar óskir ég er ekki búinn að ákveða hvernig við útfærum þetta, eða hvort þetta sé hægt," sagði Sigurður Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×