„Við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2024 18:33 Jökull Andrésson var mikilvægur í marki Aftureldingar og sparaði stuðningsmönnum liðsins ekki hrósið. vísir „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Mig langaði að hjálpa þessum geggjuðu strákum að komast aftur í úrslitaleikinn. Nú er bara eitt í boði, það er að vinna þetta,“ sagði markmaðurinn Jökull Andrésson sem er á leiðinni með Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni. Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum.
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki