Gegnheilt orðspor er ómetanlegt 21. febrúar 2012 06:00 Hver holskeflan af annarri hefur riðið yfir fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og einstaklinga á undanförnum vikum og mánuðum í fjölmiðlum. Áföll sem hafa haft alvarleg áhrif á ímynd og ásjónu þeirra, sem orðið hafa fyrir, og sem erfitt getur reynst að leiðrétta, ef það þá tekst nema ef til vill á löngum tíma. Ein dýrmætasta eign fyrirtækis, stofnunar eða samtaka er trúverðug og traust ásjóna. Verðmætasta eign hvers manns er gegnheilt orðspor. Það tekur ár og áratugi að ávinna sér traust orðspor en það getur hrunið fyrirvaralaust þegar vonda málið drepur á dyr. Við höfum á skömmum tíma upplifað „vondar fréttir" og áföll um t.d. rekstur lífeyrissjóða, mengandi sorpendurvinnslur, lélega brjóstapúða, iðnaðarsalt, málefni banka- og slitastjórna, stjórnarkreppu í Kópavogi, kennarablogg á Akureyri, límmiðaklúður Já og ýmislegt fleira. Öll þessi mál hafa skaðað ímynd og ásjónu viðkomandi aðila og dregið úr trausti í garð þeirra á einn eða annan hátt. Vægt til orða tekið njóta fjölmiðlarnir jafnan góðs af litríkum áföllunum og nýta sér þau oft dögum og jafnvel vikum saman. Því miður reynast flest fyrirtæki og stofnanir allt of illa búin undir áföllin og fá því hvern brotsjóinn á fætur öðrum yfir sig án þess að fá rönd við reist. Í sumum tilvikum eru stjórnendur of stoltir til að óska eftir sérhæfðri ráðgjöf á þessu sviði, kjósa fremur annaðhvort að grípa til vopna sem þeir kunna ekkert á eða bara hreinlega stinga höfðinu í sandinn og bíða þess sem verða vill. Afleiðingarnar, bráðina, sjáum við á grillinu hjá fjölmiðlunum. Stjórnendur vita undir niðri að fyrr eða síðar dynur krísan yfir án minnsta fyrirvara. Ef þeir kunna ekki að bregðast strax við er mikil hætta á að álitshnekkirinn verði talsverður og það getur tekið ár og daga að endurheimta sterka ímynd. Það er löngu vitað að ef ekki tekst að snúa ofan af áfalli á fyrstu klukkustundunum verður ímyndartjónið langvarandi. Dæmi eru um að stjórnendur fái andlegt áfall þegar fjölmiðlar hringja en þá er hætta á að viðkomandi stjórnandi geri hverja vitleysuna af annarri, sem aðeins gerir illt verra. Þeir reyna oft að fegra málið í viðtölum við fréttamenn með því að segja ekki allan sannleikann. Stjórnendur kunna allt of sjaldan að biðjast afsökunar í kjölfar klúðurs eða mistaka. Þeir sem gera það, gera það yfirleitt allt of seint. Þeir reyna fremur að finna blóraböggla til að dreifa athyglinni frá vandanum eða láta samverkamenn bera byrðarnar. Fjölmiðlar eru á hinn bóginn fljótir að komast að kjarna málsins og greina sannleikann í málinu. Það er dapurlegt að sjá í hve mikilli afneitun sumir stjórnendur eru og hve klaufalega þeir standa að málum í viðbrögðum sínum á örlagastundu. Stjórnendur sem standa sig best eru þeir sem hafa undirbúið sig vel fyrir óvænta atburði. Fyrstu viðbrögð við „vondri frétt" eru aðalatriði og geta skipt sköpum um hvort fjölmiðlaumfjöllunin heldur áfram eða ekki. Rafræn samskiptatækni nútímans er svo leiftursnögg að það tekur aðeins fáeinar mínútur að koma frétt eða leiðréttingu á framfæri. Það er hvergi skjól. Enginn fréttamiðill situr lengur á „góðri frétt" heldur birtir hana strax á vefsíðu, fésbók og jafnvel twitter. Prentmiðlar geta ekki lengur keppt við vefmiðla og aðra rafræna miðla. Innlent sjónvarp glímir við svipaðan vanda og blöðin á meðan útvarpsstöðvar geta brugðist mjög hratt við „stórfréttum". Ég þekki mörg dæmi um að fyrirtæki hafi náð að snúa vörn í sókn á stuttum tíma með því að beita réttri aðferðafræði og vinnubrögðum í samskiptum við fjölmiðla, hluthafa, starfsfólk, stjórnvöld og almenning. Áföll ýmissa fyrirtækja og samtaka á þessu ári ættu að vera nægileg sönnun þess að traustur stjórnandi verður að vera mjög vel búinn undir skakkaföll. Enginn verður óbarinn biskup segir máltækið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hver holskeflan af annarri hefur riðið yfir fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og einstaklinga á undanförnum vikum og mánuðum í fjölmiðlum. Áföll sem hafa haft alvarleg áhrif á ímynd og ásjónu þeirra, sem orðið hafa fyrir, og sem erfitt getur reynst að leiðrétta, ef það þá tekst nema ef til vill á löngum tíma. Ein dýrmætasta eign fyrirtækis, stofnunar eða samtaka er trúverðug og traust ásjóna. Verðmætasta eign hvers manns er gegnheilt orðspor. Það tekur ár og áratugi að ávinna sér traust orðspor en það getur hrunið fyrirvaralaust þegar vonda málið drepur á dyr. Við höfum á skömmum tíma upplifað „vondar fréttir" og áföll um t.d. rekstur lífeyrissjóða, mengandi sorpendurvinnslur, lélega brjóstapúða, iðnaðarsalt, málefni banka- og slitastjórna, stjórnarkreppu í Kópavogi, kennarablogg á Akureyri, límmiðaklúður Já og ýmislegt fleira. Öll þessi mál hafa skaðað ímynd og ásjónu viðkomandi aðila og dregið úr trausti í garð þeirra á einn eða annan hátt. Vægt til orða tekið njóta fjölmiðlarnir jafnan góðs af litríkum áföllunum og nýta sér þau oft dögum og jafnvel vikum saman. Því miður reynast flest fyrirtæki og stofnanir allt of illa búin undir áföllin og fá því hvern brotsjóinn á fætur öðrum yfir sig án þess að fá rönd við reist. Í sumum tilvikum eru stjórnendur of stoltir til að óska eftir sérhæfðri ráðgjöf á þessu sviði, kjósa fremur annaðhvort að grípa til vopna sem þeir kunna ekkert á eða bara hreinlega stinga höfðinu í sandinn og bíða þess sem verða vill. Afleiðingarnar, bráðina, sjáum við á grillinu hjá fjölmiðlunum. Stjórnendur vita undir niðri að fyrr eða síðar dynur krísan yfir án minnsta fyrirvara. Ef þeir kunna ekki að bregðast strax við er mikil hætta á að álitshnekkirinn verði talsverður og það getur tekið ár og daga að endurheimta sterka ímynd. Það er löngu vitað að ef ekki tekst að snúa ofan af áfalli á fyrstu klukkustundunum verður ímyndartjónið langvarandi. Dæmi eru um að stjórnendur fái andlegt áfall þegar fjölmiðlar hringja en þá er hætta á að viðkomandi stjórnandi geri hverja vitleysuna af annarri, sem aðeins gerir illt verra. Þeir reyna oft að fegra málið í viðtölum við fréttamenn með því að segja ekki allan sannleikann. Stjórnendur kunna allt of sjaldan að biðjast afsökunar í kjölfar klúðurs eða mistaka. Þeir sem gera það, gera það yfirleitt allt of seint. Þeir reyna fremur að finna blóraböggla til að dreifa athyglinni frá vandanum eða láta samverkamenn bera byrðarnar. Fjölmiðlar eru á hinn bóginn fljótir að komast að kjarna málsins og greina sannleikann í málinu. Það er dapurlegt að sjá í hve mikilli afneitun sumir stjórnendur eru og hve klaufalega þeir standa að málum í viðbrögðum sínum á örlagastundu. Stjórnendur sem standa sig best eru þeir sem hafa undirbúið sig vel fyrir óvænta atburði. Fyrstu viðbrögð við „vondri frétt" eru aðalatriði og geta skipt sköpum um hvort fjölmiðlaumfjöllunin heldur áfram eða ekki. Rafræn samskiptatækni nútímans er svo leiftursnögg að það tekur aðeins fáeinar mínútur að koma frétt eða leiðréttingu á framfæri. Það er hvergi skjól. Enginn fréttamiðill situr lengur á „góðri frétt" heldur birtir hana strax á vefsíðu, fésbók og jafnvel twitter. Prentmiðlar geta ekki lengur keppt við vefmiðla og aðra rafræna miðla. Innlent sjónvarp glímir við svipaðan vanda og blöðin á meðan útvarpsstöðvar geta brugðist mjög hratt við „stórfréttum". Ég þekki mörg dæmi um að fyrirtæki hafi náð að snúa vörn í sókn á stuttum tíma með því að beita réttri aðferðafræði og vinnubrögðum í samskiptum við fjölmiðla, hluthafa, starfsfólk, stjórnvöld og almenning. Áföll ýmissa fyrirtækja og samtaka á þessu ári ættu að vera nægileg sönnun þess að traustur stjórnandi verður að vera mjög vel búinn undir skakkaföll. Enginn verður óbarinn biskup segir máltækið.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun