Guðríður nýtur mikils trausts 21. febrúar 2012 06:00 Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun