Telur frumvarpið of flókið til að setja í þjóðaratkvæði 21. febrúar 2012 07:30 stjórnlagaþing kosið Þjóðin kaus fulltrúa á stjórnlagaþing í nóvember 2010. Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ólöglega og Alþingi skipaði stjórnlagaráð, skipað þeim fulltrúum sem kosningu hlutu. Frumvarp þess á að leggja fyrir þjóðaratkvæði í sumar. fréttablaðið/pjetur Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira